Fyrsti leikur í körfunni Fjölnir-Höttur 94-96

Körfuboltinn er farinn af stað í 1. deildinni og við spiluðum fyrsta leikinn í kvöld gegn Fjölni á þeirra heimavelli í Reykjavík. Strákarnir okkar unnu leikinn 94-96 eftir hörkuspennandi 4. leikhluta. Við leiddum nánasta allan leikinn með um 10 stiga mun en Fjölnir jafnaði og komst yfir þegar þeir settu niður fjóra þrista í röð í 4. leikhluta. Aaron Moss skoraði síðustu stig okkar af vítalínunni og Hreinn Gunnar varði svo síðasta skot Fjölnis. Frábær sigur en í spá formanna, þjálfara og fyrirliða fyrir skemmstu var Fjölni spáð efsta sæti deildarinnar, Val var spáð öðru sæti og okkur þriðja. Aaron Moss skoraði 32 stig fyrir Hött og Hreinn Gunnar 18.

Stutt er í fyrsta heimaleik. Hann er gegn FSU næsta mánudag, 10. okt. kl. 18:30. Allir að mæta.