Stjórnarmaður óskast í frjálsíþróttadeild

Á síðasta aðalfundi voru ekki næg framboð til stjórnar frjálsíþróttadeildar og því er óskað eftir einstaklingi til að taka síðasta sætið í 3 manna stjórn deildarinnar.

Deildin er vel stæð og starf allt til fyrirmyndar.

 

Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við formann Hattar, Davíð Þór Sigurðarson.