Æfingabúðir í frjálsum 5.-6. nóv

Frjálsíþróttadeild Hattar stendur fyrir æfingabúðum fyrir árgang 2006 og eldri á Egilsstöðum helgina 5.-6. nóvember. Við fáum til okkar öflugan þjálfara Kristínu Birnu Ólafsdóttur yfirþjálfara ÍR og jafnvel fleiri flotta þjálfara með henni. Reynt verður að koma 2-3 æfingum yfir helgina, bæði inni og úti (eftir veðri). Að sjálfsögðu verður eitthvað sprell í bland við æfingarnar. 

Höttur vill bjóða iðkendur í nágrannasveitafélögunum að taka þátt og verður kostnaði haldið í lágmarki.

Boðið verður upp á gistingu og etv. mat en allt slíkt veðrur rætt við þau félög sem hyggjast nýta æfingabúðirnar með okkur. Áhugasamir iðkendur Hattar og annarra félaga, endilega setjið ykkur í samband við Hjördísi á netfanigð Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Nánari upplýsingar koma inn síðar.