Akureyrarmót í Boganum

UFA stendur fyrir Akureyrarmóti í frjálsum sunnudaginn 7. maí. Mótið er opið öllum en skráningar þurfa að hafa borist fyrir 3. maí. Mótið byrjar kl. 11 svo það býður alveg upp á það að skjótast fram og til baka sama dag. Keppt er í flokkum 10 ára og yngri, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri. Þá verður keppt í einum flokki öldunga 30 ára og eldri. Upplýsingar um greinar og allt slíkt má finna á www.fri.is undir "mótaskrá" og þar er valið Akureyrarmót UFA.  

Foreldrar þurfa að láta vita á facebook síðu deildarinnar eða hafa samband við þjálfara til að skrá iðkendur á mótið.

Foreldrar fara sjálfir með sínum börnum eða reynt verður að sameinast í bíla ef fara á fram og til baka sama daginn. Gert er ráð fyrir að Höttur greiði skráningargjöldin en annann kostnað sjá iðkendur um sjálfir.