Íþróttamenn Hattar 2020 voru heiðraðir með öðruvísi hætti í ár en aðeins var skotið upp glæsilegri flugeldasýningu kl 18:00 í dag frá Vilhjálsmvelli.
Þau sem hlutu nafnbótina eru eftirfarandi:
Fimleikamaður Hattar : Lísbet Eva Halldórsdóttir
Frjálsíþróttamaður Hattar : Björg Gunnlaugsdóttir
Knattspyrnumaður Hattar : Rósey Björgvinsdóttir
Körfuboltamaður Hattar : Eysteinn Bjarni Ævarsson
Taekwondomaður Hattar : Auðun Lárusson Snædal
Allt eru þetta glæsilegir fulltrúar Hattar á sínum sviðum og hafa náð frábærum árangri á annars skrítnu íþróttaári 2020.
Það var svo Lísbet Eva Halldórsdóttir sem varð fyrir valinu sem Íþróttamaður Hattar 2020 en Lísbet hefur náð góðum árangri í fimleikum síðustu árin en lið Hattar vann Bikarmót FSÍ 2020 og hefur Lísbet einnig verið á úrtaksæfingum fyrir úrvalshóp Fimleikasambandsins.
Starfsmerki Hattar fengu þau Jóney Jónsdóttir og Hreinn Halldórsson en bæði hafa þau verið virk í starfi Hattar til margra ára og allir vita að þar fer fólk með mikið Hattar hjarta og alltaf til í að leggja sitt að mörkum. Þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra framlag.