Fimleikar 

Stjórn

Forman: Hrund Erla Guðmundsdóttir,  fimleikar@hottur.is

Gjaldkeri: Halldóra Óskarsdóttir, hoskarsdottir@simnet.is

Ritari: Malen Björg Jónsdóttir, malenbjorgjonsdottir@gmail.com

Meðstjórnendur: Guðfinna Harpa Árnadóttir,  gstraumi@gmail.com og Kolbrún Sif Grétarsdóttir  kolbrunsif@gmail.com

Daglegt starf

Fyrirspurnum um starf deildarinnar og einstaka iðkendur skal beina eftir atvikum til framkvæmdastjóra eða yfirþjálfara.

Framkvæmdastjóri: Anna Dís Jónsdóttir, fimleikar.hottur@gmail.com

Yfirþjálfari: Díma Írena Pálsdóttir, fimleikadeild.hottur@gmail.com

Um starf deildarinnar

Stundatöflu deildarinnar er að finna hjá æfingatöflum allra deilda

Gjöld er hægt að að sjá á skráningarsíðu deildarinnar þegar skráning er opin.

Punktar fyrir foreldra
 • Láta vita af forföllum.
 • Sportabler appið og börnin. Foreldarar þurfa að biðja um kóðann fyrir sín börn kjósi þau að láta börnin nota appið.
 • Muna að senda iðkendur með íþróttafatnað og vatnsbrúsa
 • Senda iðkendur með hollt og gott nesti – gott væri að hafa eitthvað fljótlegt, til dæmis ávexti/grænmeti og skyr
 • Hvetjum foreldra til að hafa samband við þjálfara ef eitthvað er
Reglur fyrir iðkendur
 • Vera stundvís á æfingar ekki má mæta í fimleikahúsið meira 15. mín fyrir æfingu. 
 • Iðkendur skulu ávalt mæta í íþróttafötum á æfingu, best er að vera í fimleikabol. Ekki má mæta í víðum fötum á æfingu, né vera með bert á milli. 
 • Hárið skal alltaf hafa greitt frá andliti – ekki nóg að setja hluta af hárinu í teygju. 
 • Iðkendur bíða inni í klefa þar til þjálfari sækir hópinn. Að undanskildum 1 flokki og MFL. Þau mega vera inni í sal ef þau eru að rúllla og teygja. 
 • Mæta ekki með verðmæti á æfingar. 
 • Símar eru ekki leyfilegir á æfingum. 
 • Berum virðingu fyrir öðrum iðkendum, þjálfurum og starfsfólki íþróttamiðstöðvar. 
 • Förum eftir fyrirmælum þjálfara. 
 • Vatn er eini leyfilegi drykkurinn inni í fimleikasal – mælum með því að öll hafi vatnsbrúsa með sér á æfingu. 
  Reglur fyrir Krílahóp
  • Í krílahóp 1 og 2 mætir einn fullorðin einstaklingur með barninu og fylgir því í gegnum æfinguna. Aðstoðar eftir þörfum og eftir fremsta megni heldur því á réttri leið.

  • Krílahópur 3 og 4 eru ekki í fylgd fullorðinna á æfingunni. Á meðan æfingu stendur er mikilvægt að foreldrar séu sem stuðningur sé þess þörf en passa þarf að trufla ekki æfinguna. Ekki er krafa á að foreldrar séu í húsi meðan æfing stendur.

  • Þjálfarar leiðbeina um hvar áhorfendur eiga að sitja í salnum, ekkert eiginlegt áhorfendasvæði er í húsinu. Áhorfendum er boðið að sækja sér stóla og horfa á æfinguna frá tartanbrautinni, ekki má sitja á fimleikaáhöldunum.

  • Önnur börn en þau sem eru skráð á viðkomandi æfingu eiga ekki að vera á æfingarsvæðinu. 

  • Matur og aðrir drykkir en vatn eru ekki leyfðir inni í sal.

  • Mætið tímalega og látið vita af forföllum í Sportabler.

  • Iðkendur eiga að vera í viðeigandi íþróttafatnaði sem er ekki of víður og gæti flækst fyrir þeim og þjálfurum.

  • Taka hár frá andliti, þannig að ekki sé nein hætta að það flækist í áhöldum.

  • Bera virðingu fyrir öðrum iðkendum, þjálfurum og starfsfólki íþróttamiðstöðvarinnar.

  • Fara eftir fyrirmælum þjálfara.

  Um krílahóp

  Krílahópur er fyrir öll börn á aldrinum 2-5 ára. Þessar æfingar eru fyrir þau sem vilja stunda hreyfingu í skipulögðu starfi. Í tímanum er farið í upphitun, leiki, teygjur og fjölbreyttar þrautabrautir. Börnin fá að kynnast öllum áhöldum sem eru notuð inn í hópfimleikasal og eru þessir tímar frábær grunnur fyrir allar íþróttir. Tímarnir eru einu sinni í viku.

  Áhersla er lögð á að:

  • Auka hreyfiþroska barna
  • Byggja góðan grunn fyrir áframhaldandi þátttöku í íþróttum
  • Tengja hreyfingu við gleði
  • Æfa að fylgja fyrirmælum
  • Leysa áskoranir í öruggu og krefjandi umhverfi
  Um áhugahópa

  Áhugahópur er fyrir þau sem vilja æfa fimleika en ekki keppa. Hóparnir henta fyrir krakka sem vilja æfa minna en keppnishópar, þessir hópar sleppa keppnisundirbúningi og eru æfingar því styttri. Það er í boði að velja hvort æft sé 1x eða 2x í viku. Sérstök áhersla er lögð á grunnæfingar í fimleikum ásamt fjölbreyttum æfingum á stökkdýnum og trampólínum. Ólíkt keppnishópum fara þessir hópar ekki á sér gólfæfingu. Áhugahópar taka þátt í sýningu Fimleikadeildar Hattar. Reynsla í fimleikum er ekki nauðsynleg, við tökum vel á móti byrjendum.

  Áhersla er lögð á að:

  • Bæta færni í fimleikum
  • Æfa að vera þátttakandi í hóp
  • Auka vöðvastyrk, þol og liðleika
  • Æfa góða hegðun og sjálfsaga
  • Bæta samhæfingu
  Um keppnishópa

  Keppnishópur er fyrir þau sem hafa áhuga á að keppa í hópfimleikum. Í hópfimleikum er keppt í æfingum á gólfi, dýnu og trampólíni. Þessir hópar eru með sér gólfæfingu (dans) 1x í viku.  

  Æfingar eru skipulagðar í kringum keppnisreglur. Krafa er gerð um að iðkendur mæti á öll mót vetrarins og æfi á öllum æfingum sem eru í æfingaráætlun hópsins.  Í yngri flokkunum (5. og 4. flokki og drengjahópnum) er markmiðið að öll börn fá að gera í einhverjum umferðum á mótum. Eftir því sem iðkendur verða eldri eru fjöldatakmarkanir í umferðum strangari og því er raðað í umferðir eftir getu. 

  Keppnishópar taka þátt í sýningu Fimleikadeildar Hattar. 

  Áhersla er lögð á að:

  • Æfa og undirbúa nýjar og erfiðari fimleikaæfingar
  • Undirbúa iðkendur fyrir keppni
  • Æfa að vera þátttakandi í hóp
  • Auka vöðvastyrk, þol og liðleika
  • Æfa góða hegðun og sjálfsaga
  • Bæta samhæfingu

  Varðani getu:

  • Drengir keppnishópur: Ekki gerð krafa um grunn í fimleikum
  • 5.flokkur – Ekki gerð krafa um grunn í fimleikum
  • 4.flokkur – Ekki gerð krafa um grunn í fimleikum
  • 3.flokkur – Grunnur í fimleikum nauðsynlegur
  • 2.flokkur – Grunnur í fimleikum nauðsynlegu
  Saga fimleikadeildarinnar

  Fimleikadeild Hattar var stofnuð formlega sem deild innan Hattar árið 1986 en var búin að vera starfandi í tvö ár áður. Stofnendur deildarinnar voru Hólmfríður Jóhannsdóttir og Unnar Vilhjálmsson og voru þau einnig fyrstu þjálfara deildarinnar.

  Þann 21. febrúar 2004 var fimleikadeild Hattar veitt viðurkenning vegna gæðaverkefnis Íþrótta- og ólympíusambands Íslands undir heitinu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Viðurkenningin til fimleikadeildar Hattar var sú fyrsta sem veitt var á Austurlandi.

  Blómlegt starf er í deildinni með 20 þjálfurum og aðstoðaþjálfurum ásamt 340 iðkendum sem eru frá 2 ára aldri. Frá árinu 2007 hafa iðkendur fimleikadeild Hattar æft og keppt í hópfimleikum en fram að því var keppt í almennum fimleikum.

  Fimleikadeild Hattar leggur áherslu á að fimleikar eru fyrir alla og bíður upp á hópa bæði fyrir iðkendur í keppni og fyrir þá sem kjósa fimleika sem hreyfingu.

  Fimleika Fréttir

  Upphaf vetrarins hjá fimleikadeild Hattar

  Upphaf vetrarins hjá fimleikadeild Hattar

  Tímatafla hefur verið gefin út fyrir veturinn og skráningar opna kl. 12 í dag. Æfingar fimleikadeildarinnar byrja á miðvikudaginn 24. ágúst og 3. september hjá Krílahópum. Fyrirspurnum er beint til Önnu Dísar á fimleikar.hottur@gmail.com. Deildarsíðan hefur verið...

  Tímatafla Fimleikadeildar Hattar 2021-2022

  Tímatafla Fimleikadeildar Hattar 2021-2022

  Tímatafla fyrir Fimleikadeild Hattar er komin og hægt að skoða hana hér. Skráningum lýkur föstudaginn 27.ágúst. Skráningar fara fram í gegnum Sportabler og nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari á netfanginu fimleikadeild.hottur@gmail.com

  Pin It on Pinterest