Saga félagsins

Íþróttafélagið Höttur er stofnað 1974 á Egilsstöðum. Félagið er stofnað eftir sameiningu Knattspyrnufélagsins Spyrnis og Ungmennafélagsins Hattar. Fyrsti formaður hins sameinaða félags var Sigurjón Bjarnason.

Ungmennafélagið Höttur var aftur á móti stofnað 1952, fyrsti formaður þess var Ingimar Sveinsson og síðasta formaður þess fyrir sameiningu var Guttormur Metúsalemsson. Í bókinni Egilsstaðabók sem gefin var út 1997 kemur fram að í fundargerð frá karlmannafélaginu Kvöldvöku þann 13 júní 1952 var eftirfarandi bókað: “ Einar Stefánsson kvaddi sér hljóðs og mæltist til að stofnað yði ungmennafélag og tilnefndi hann þrá menn til að koma þessu fram. Ingimar Sveinsson, Árna Pétursson og Berg Ólason. Síðan sama ár er Ungmennafélagið Höttur stofnað. Það fer vel á því að Einar Stefánsson skuli vera sá sem ýtir þessari hugmynd úr vör en fjórum árum síðar stökk sonur hans Vilhjálmur Einarsson þrístökk í Ástralíu og hlotnaðist meiri frami en öðrum íslenskum íþróttamönnnum á þessari öld.

Stofnfundur Íþróttafélagsins Hattar var haldinn í Egilsstaðaskóla 19 febrúar 1974 og var þar borin upp sameining Ungmennafélagsins Hattar og Knattspyrnufélagsins Spyrnis.

Heimildir og texti er fenginn úr Egilstaðabók sem gefin var út 1997. Nánar má finna upplýsingar um starf Hattar frá blaðsíðu 389 í bókinni.

Í dag skipa stjórn félagsins formaður, gjaldkeri og ritari ásamt öllum formönnum deilda. Þetta fyrirkomulag var samþykkt á aðalfundi félagsins 2010. Einnig var lögum og samþykktum breytt.

 

Pin It on Pinterest