Þjálfaranámskeið 1A

feb 15, 2024 | Fimleikar

Menntun og þjálfun þjálfara er mikilvægur hluti af starfi fimleikadeildarinnar til að geta á hverjum tíma verið með góða þjálfara við deildina. Fimleikasambandið í samvinnu við deildina og Auði Völu stóð fyrir Þjálfaranámskeiði 1A, sunnudaginn 11. febrúar sl. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt þar sem meðal annars farið yfir  samskipti við börn, öryggisþætti í fimleikasal, hlutverk aðstoðarþjálfara, grunnstöður. 

Yngstu þjálfararnir okkar sem í dag þjálfa undir handleiðslu reyndari þjálfara sóttu námskeiðið alls níu þjálfarar. Það verður spennandi að sjá þessa þjálfara vaxa og dafna í starfi.

Pin It on Pinterest