Vormót yngri flokka í hópfimleikum

maí 5, 2024 | Fimleikar

Öll lið Hattar fá verðlaun á vormóti yngri flokka helgina 3.-5. maí sem haldið var í Gerplu. Höttur sendi 47 iðkendur suður á mót en iðkendurnir skiptust í þrjú 4.flokks lið, eitt 5.flokks lið og eitt drengjalið. 

4.flokkur

Fimleikadeild Hattar sendi þrjú stúlknalið í 4.flokk til keppni laugardaginn 4. maí en fimleikadeildin hefur aldrei verið með eins stóran 4.flokk áður. Höttur átti lið í öllum deildum, Höttur X keppti í A-deild, Höttur Z í B-deild og Höttur V í C-deild.

Höttur X

Mynd af 4. flokki x á verðlaunapalli

Höttur X átti frábæran dag, lentu öll sín stökk án aðstoðar frá þjálfara og fengu þar af leiðandi lendingarbónus bæði á trampolíni og dýnu. Stelpurnar voru einnig með hæðstu framkvæmdar einkunn af öllum liðum á öllum áhöldum. Það verður að teljast frábær árangur. Liðið lenti í 3.sæti í A-deild.

Gólf: 13.650
Dýna: 12.550
Trampett: 12.565

Höttur Z

Mynd af 4. flokki z á verðlaunapalli

Höttur Z gerði sér lítið fyrir og unnu 1.sæti fyrir æfingar á gólfi. Þær voru með nokkur ný stökk frá því á síðasta móti. Allar gerðu sitt og voru til fyrirmyndar á mótstað. Liðið lenti í 3.sæti í B-deild.

Gólf: 12.630
Dýna: 10.965
Trampolín:10.130

Höttur V

Mynd af 4. flokki v á verðlaunapalli

Höttur V átti sérstaklega góðan dansdag og sýndu þær frábærar gólfæfingar. Þær bættu sig líka talsvert í stökkum frá því á síðasta móti. Liðið lenti í 4. sæti í C-deild og fengu verðlaun fyrir það vegna fjölda liða. 

Gólf: 9.700
Dýna: 7.765
Trampolín: 10.600

Óhætt er að segja að Hattarstúlkur hafi staðið sig frábærlega í allan vetur og sýndi það sig heldur betur á lokamóti tímabilsins.

Keppnishópur drengja yngri

Mynd af yngri flokk drengja á verðlaunapalli

Átta drengir kepptu saman í stökkfimi yngri snemma sunnudagsmorgun. Strákarnir byrjuðu mótið vel og sýndu vandaðar og vel æfðar gólfæfingar. Þeir hlutu 1. sæti fyrir þessar æfingar. Upphitun á dýnu var aðeins að stríða liðinu og enduðu þeir á að gera aðeins öruggari æfingar en þeir gerðu ráð fyrir. Þeir keyrðu svo erfiðleikann upp á trampolíni. Þetta skilaði þeim 1.sæti fyrir samanlagðan árangur af 9 liðum.

Gólf: 10.550

Dýna: 13.050

Trampett: 12.550

Glæsilegt mót strákar!

5.flokkur

Mynd af 5. flokki

13 iðkendur í 5.flokk kepptu á sínu öðru hópfimleikamóti en fyrsta mótið þeirra var í febrúar. Þau stóðu sig öll vel og fara reynslunni ríkari heim. Einkunnir í 5.flokk eru ekki birtar og fengu öll þátttökupening í lok móts. Krakkar á þessum aldri færast svo upp í 4.flokk eftir sumarið.

Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábært fimleikamót og bíðum við spennt eftir að sjá komandi mót. 



Pin It on Pinterest