Knattspyrnudeild Hattar fékk veglega gjöf

apr 7, 2021 | Fótbolti

Rafverktakafyrirtækið Rafey ehf. á Egilsstöðum gaf deildinni glæsilega rútu til afnota og mun hún nýtast deildinni mjög vel, bæði í yngri flokkum og meistaraflokkum. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Rafey kærlega fyrir stuðninginn.

Á myndinni eru (frá vinstri); Guðmundur Magni Bjarnason formaður knattspyrnudeildar Hattar, Steinunn Björg Þórhallsdóttir formaður yngri flokka Hattar, Máni Sigfússon og Hrafnkell Guðjónsson eigendur Rafey ehf. og Guðmundur Bj. Hafþórsson formaður Hattar rekstrarfélags ehf.

Pin It on Pinterest