Knattspyrnudeild Hattar fékk veglega gjöf

apr 7, 2021 | Fótbolti

Rafverktakafyrirtækið Rafey ehf. á Egilsstöðum gaf deildinni glæsilega rútu til afnota og mun hún nýtast deildinni mjög vel, bæði í yngri flokkum og meistaraflokkum. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Rafey kærlega fyrir stuðninginn.

Á myndinni eru (frá vinstri); Guðmundur Magni Bjarnason formaður knattspyrnudeildar Hattar, Steinunn Björg Þórhallsdóttir formaður yngri flokka Hattar, Máni Sigfússon og Hrafnkell Guðjónsson eigendur Rafey ehf. og Guðmundur Bj. Hafþórsson formaður Hattar rekstrarfélags ehf.