Í dag á aðalfundi Hattar var kosin ný framkvæmdastjórn hjá aðalstjórn Hattar. Tveir nýjir aðilar koma inn í stjórnina en það eru þau Lísa Leifsdóttir og Óttar Steinn Magnússon. Lísa var kosin formaður Hattar og Óttar gjaldkeri. Fyrir í stjórninni var Erlingur Guðjónsson sem mun vera ritari en hann hefur setið í stjórninni frá 2019. Þeir sem létu af störfum voru þeir Jón Óli Benediktsson sem hefur setið í stjórninni síðustu 10 árin eða frá 2011 og Davíð Þór Sigurðarson fyrrverandi formaður síðustu 12 ára eða frá 2009 en hann kom inn í stjórn 2008 og hefur því setið í stjórn síðustu 13 árin. Á fundinum var einnig persónuverndarstefna samþykkt hana má skoða hér. Höttur vill óska nýjum aðilum til lukku með ný hlutverk og eins þakka þeim sem létu af störfum fyrir þeirra vinnu síðustu árin.Framkvæmdastjórn myndar svo aðalstjórn Hattar ásamt formönnum allra starfandi deilda á hverju tímapunkti.En núna standa yfir aðalfundir allra deilda og því að komast mynd á hverjir muni sitja í aðalstjórn Hattar næsta árið.