Á dögunum undirrituðu 4 leikmenn áframhaldandi samning við Körfuknattleiksdeild Hattar um að leika með félaginu á komandi tímabili. Það er dýrmætt fyrir félag eins og Hött að eiga áfram traust þessara leikmanna og eru þeir mikilvægustu hlekkirnir í að fara þráðbeint upp aftur í deild þeirra bestu! Við erum virkilega spennt fyrir áframhaldinu – Áfram Höttur, áfram körfubolti!