Meistaraflokkslið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis deildarmeistarar í 2. deild kvenna

ágú 11, 2021 | Fótbolti

Í gær varð ljóst að sameinað meistaraflokkslið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F (F/H/L)  eru deildarmeistarar í 2. deild kvenna þó enn eigi eftir að spila eina umferð.

Sú glæsilega niðurstaða þýðir að liðið mun spila gegn því liði sem endar í 4. sæti deildarinnar um það að fara upp um deild en hvaða lið það verður er óráðið.

Í 11. leikjum hefur F/L/H einungis tapað einum leik og eru með markatöluna 70-12 sem er ótrúlega gott.

Þá hafa nokkrir leikmenn liðsins verið á skotskónum en þannig hafa þær Alexandra Taberner og Freyja Karín skorað 17 og 16 mörk fyrir liðið í sumar.

Síðasti leikur sumarsins er úti gegn Einherja áður en úrslitakeppnin byrjar og vonumst við til að sjá allt stuðningsfólk félagsins mæta þá og hvetja liðið upp um deild.

Pin It on Pinterest