Þrettándagleði Hattar 2022

jan 4, 2022 | Höttur

Þrettándagleði Hattar 2022 – Athugið, degi seinna en vanalega.Vegna aðstæðna verður ekki haldin formleg Þrettándagleði Hattar í ár, heldur gerum við líkt og í fyrra. Haldin verður flugeldasýning sem Björgunarsveitin á Héraði mun sjá um eins og alltaf. Skotið er frá Vilhjálmsvelli og því ættu flestir íbúar í þéttbýlinu á Héraði að geta notið sýningarinnar að heiman. Minnt er á að ekki skal mynda stóra hópa við þetta tilefni og virða skal sóttvarnarreglur sem eru í gildi. Sýningin verður sett af stað kl 18:00 föstudaginn 7.janúar n.k. og samtímis mun Höttur birta tilkynningu á heimasíðunni sinni og Facebook um val á íþróttamönnum Hattar og þá sem fá heiðursmerki félagsins. Höttur þakkar styrktaraðilunum sem hafa fylgt þessum viðburði síðustu árin; Hitaveita Egilsstaða og Fella, Brúnás Innréttingar og Landsbankinn. Einnig langar okkur að þakka Múlaþingi og ekki síst Björgunarsveitinni sem er mikilvægur hluti af okkar samfélagi eins og íþróttafélagið.Íþróttafélagið Höttur óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar stuðninginn.

Pin It on Pinterest