Nemanja í Hött

maí 11, 2022 | Körfubolti

Við höfum samið við Nemanja Knezevic um að leika með okkur næstu árin. Nemanja sem hefur síðustu 5 ár leikið með Vestra á Ísafirði er væntanlegur austur á Hérað í lok sumars með konu sinni og barni.

Á síðasta tímabili var Nemanja frákastahæstur í Subway-deildinni með 12.2 stig, 12.1 frákast og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Mikil ánægja er hjá okkur í Hetti að fá Nemanja til liðsins og mun hann þétta þann hóp sem við erum með fyrir til muna.

Vinna er í fullum gangi að setja saman endanlegan leikmannahóp fyrir Subway deildina næsta vetur!
Áfram Höttur

Pin It on Pinterest