Á dögunum skrifuðu Sigmar Hákonarson og Andri Björn Svansson undir samninga við Körfuknattleiksdeild Hattar um að spila með liðinu í komandi átökum í Subway deild karla. Þessa menn þarf vart að kynna enda báðir Hattarar út í gegn og miklar fyrirmyndir innan sem utan vallar. Við þökkum þessum eðalmönnum kærlega fyrir að taka með okkur slaginn og segjum – Áfram Höttur! The show must go on.