Yfirlýsing frá Aðalstjórn Hattar vegna Allir með

júl 4, 2022 | Allir með!

Í kjölfar umræðu í samfélaginu þá hefur stjórn yngri flokka knattspyrnudeildar Hattar ákveðið að draga sig út úr verkefninu Allir með, að svo komnu. Þessi ákvörðun er tekin eftir gott samtal um málið innan Aðalstjórnar Hattar og gert í fullu samráði við allar deildir.

Allir með verkefnið mun því keyrast áfram með 5 deildum innanborðs, körfuknattleiksdeild, fimleikadeild, taekwondodeild, sunddeild og frjálsíþróttadeild. Undirbúningur fyrir haustið er í fullum gangi og verður tekið vel á móti öllum iðkendum Allir með í haust.

Í haust mun börnum í 1-2 bekk því standa til boða að skrá sig í Allir með, allt að 5 æfingar á viku, skrá sig í knattspyrnu og/eða skrá sig í bæði Allir með og knattspyrnu. Fyrir þau börn sem kjósa að æfa með Allir með, en vilja mæta á knattspyrnuæfingar, þá er sá möguleiki fyrir hendi að æfa á hlutfallslegu æfingagjaldi innan knattspyrnudeildar.

Jafnframt vill Aðalstjórn vekja athygli á því að meginmarkmið verkefnisins er fjölbreytt hreyfing fyrir yngstu iðkendur. Aðalstjórn hvetur foreldra því til að bjóða börnunum sínum upp á fjölbreytni og velji ásamt börnum sínum þær greinar sem þau telji að eigi við þau. Vakin er athygli á þeim kosti að æfa vissar greinar á haustönn og skipta svo á vorönn.

Áfram Höttur

Aðalstjórn Hattar

Pin It on Pinterest