Allir með skráning í sportabler

ágú 12, 2022 | Allir með!

Opnað hefur verið fyrir skráningar í fyrstu tvær vikur Allir með, þar sem börnum gefst kostur á að skrá sig á 1 æfingu til reynslu, í hverri grein, yfir tveggja vikna tímabil.

Að loknum prufutíma verður svo opnað fyrir skráningar fyrir haustönn þar sem iðkendur skrá sig í þær greinar sem þeir ætla að stunda á haustönn 2022. Skráningar fara fram í gegnum vefverslun Sportabler.

Prufuvikurnar verða frá 29.ágúst til 9.september. Hefðbundið starf hefst mánudaginn 12. September.

Tímataflan á haustönn 2022 verður eftirfarandi:

Við hvetjum börn til að nýta prufuvikurnar til að prófa allar greinar og svo í kjölfarið á því að velja sér greinar eftir áhugasviði og gæta að því að æfingamagn henti hverjum og einum.

Um áramót verða svo nýskráningar í greinar fyrir vorönn og þá er tilvalið að færa sig á milli og prófa aðrar greinar.

Vekjum athygli á því að hámarksfjöldi í sundið eru 45 börn, en þeir sem ekki komast að á haustönn munu eiga forgang á vorönn.

Upplýsingar:

Egilsstaðaskóli mun bjóða upp á gæslu og aðstöðu fyrir börn sem eru að fara á æfingu beint eftir skóla, frá 13:40-14:00, til þess að borða nesti sem þau taka með að heiman. Börnin munu svo ganga yfir í íþróttahús þar sem tekið verður á móti þeim í anddyri íþróttahúss/fjölnotahúss þar sem þau gera sig klár á æfingu og fara inn í sal þar sem þjálfarar taka á móti þeim.

Starfsmenn íþróttahúss og þjálfarar munu sjá um að taka á móti börnunum í íþróttahúsi/fjölnotahúsi.

Fellaskóli mun sjá til þess að börn úr Fellaskóla nái strætó kl 14:00 og skili sér því á æfingu fyrir 14:15, þá daga sem æfingar eru á þeim tíma.

Fyrirspurnir sendist á hottur@hottur.is

Pin It on Pinterest