Allir með – Skráningar á vorönn

des 14, 2022 | Allir með!

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Sportabler á vorönn Allir með. Æfingataflan er sú sama og var á haustönn.

Athugið, ekki er boðið upp á „prufuvikur“ líkt og var í haust.

Æfingar fylgja skóladagatali og hefjast 4.janúar.

Vekjum athygli á því að börn sem ekki voru skráð í sund í haust, eiga forgang inn á sundæfingar á vorönn. Biðjum foreldra sem voru með börn á sundæfingum í haust að hafa það í huga.

Hlökkum til að taka á móti börnunum á nýju ári.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Pin It on Pinterest