BRYNJA LÍF Í LOKAHÓP U16 LANDSLIÐS KVENNA Í KÖRFUBOLTA!

jún 2, 2023 | Körfubolti

Brynja Líf Júlíusdóttir leikmaður Hattar hefur verið valin í lokahóp U16 landsliðsins í körfubolta. Brynja Líf er vel að þessu komin enda búin að leggja mikið á sig við æfingar og hefur stefnan alltaf verið sett á að komast sem lengst í íþróttinni. Fyrir áramót byrjaði verkefnið og  hafa verið nokkrar æfingar síðan fyrsti 30 manna hópurinn leit dagsins ljós. Þaðan er svo fækkað í hópnum niður í 16 manns þar til nú hefur verið valinn lokahópurinn sem telur 12 stúlkur og er Brynja Líf eins og áður segir hluti af þeim hóp. Hópurinn mun ferðast til Finnlands á Norðurlandamót sem verður í lok júní. Þegar því verkefni verður lokið mun hópurinn svo ferðast til keppni í Svartfjallalandi í lok ágúst. Það má því með sanni segja að Brynja Líf muni hafa nóg fyrir stafni í sumar og óskum við henni að sjálfsögðu góðs gengis á stóra sviðinu þar sem hún mun verða flottur fulltrúi bæði Hattar og Íslands.

Við óskum Brynju innilega til hamingju með þetta stórkostlega afrek – Hvetjum alla til að fylgjast náið með þessari hæfileikaríku körfuboltakonu í framtíðinni.

Áfram Höttur – Áfram Ísland – Áfram Brynja Líf!

Pin It on Pinterest