Skráningar í Allir með 1-2bekkur vorönn 2024

des 27, 2023 | Allir með!

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Allir með á vorönn 2024 fyrir 1-2 bekk.
Sama æfingatafla gildir áfram, en breytt snið verður á æfingum hjá frjálsum vegna óviðráðanlegra aðstæðna hjá þjálfurum þar þessa önn. Frjálsar verða í tveimur tímabilum, annars vegar 7 vikur frá 8.janúar og hinsvegar 7 vikur frá 15.apríl.
Vegna þessara aðstæðna verðum við að takmarka fjölda á hverju tímabili í frjálsum og biðjum því foreldra um að velja annaðhvort fyrra eða seinna tímabil fyrir sín börn.

Skráningar fara fram í gegnum vefverslun Sportabler.

Verið er að vinna í því að koma sundinu aftur af stað og gæti dottið inn með hækkandi sól.

Til einföldunar fyrir skráningu, þá verður ekki boðið upp á prufuvikur, en skráning í greinar er ekki bindandi og hægt að gera breytingar á skráningu eftir að æfingar hefjast.

Æfingatafla Allir með, vor 2024

Upplýsingar:
Egilsstaðaskóli mun bjóða upp á gæslu og aðstöðu fyrir börn sem eru að fara á æfingu beint eftir skóla, frá 13:50-14:05, til þess að borða nesti sem þau taka með að heiman. Börnin munu svo ganga yfir í íþróttahús þar sem tekið verður á móti þeim í anddyri íþróttahúss/fjölnotahúss þar sem þau gera sig klár á æfingu og fara inn í sal þar sem þjálfarar taka á móti þeim.
Starfsmenn íþróttahúss og þjálfarar munu sjá um að taka á móti börnunum í íþróttahúsi/fjölnotahúsi.
Fellaskóli mun sjá til þess að börn úr Fellaskóla nái strætó kl 14:00 og skili sér því á æfingu fyrir 14:15, þá daga sem æfingar eru á þeim tíma.

Hlökkum til að taka á móti börnunum

Pin It on Pinterest