Skráning í verkefnið Allir með á haustönn 2024 hefst 16. ágúst kl.10:00. Öll skráning fer fram í gegnum Abler appið, áður Sportabler. Skráningu lýkur 7. september.
Á haustönn 2024 verða þrjár deildir í Allir með verkefninu: Fimleikadeild, frjálsíþróttadeild og körfuknattleiksdeild. Vonandi bætist við amk. ein deild í viðbót í vor. Verð á haustönn er 30.000 kr. Hægt er að nýta tómstundaframlag Múlaþings ef börn eru skráð með lögheimili í sveitarfélaginu.
Eftir að skráningu lýkur er ekki víst að hægt sé að bæta við sig íþrótt fyrr en skráð er aftur um áramót.
Það er mikilvægt að skrá hvert barn í Abler og í réttar íþróttagreinar þar sem Egilsstaðaskóli sér um að koma iðkendum á réttan stað á réttum degi. Eins til að þjálfarar geti haft yfirsýn yfir sína iðkendur.
Mælst er til þess að foreldrar og forráðafólk sé með Abler appið í símanum sínum til að hægt sé að fylgjast vel með æfingum og samskiptum við deildir.
Hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra og forráðafólk:
- Æfingar hefjast í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum kl.14:15.
- Nemendur Egilsstaðaskóla fá að borða sitt nesti í skólanum og fá svo fylgd í Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Þar tekur starfsfólk hússins við og börnin gera sig klár á æfingu.
- Mikilvægt er að börnin hafi með sér fljótlegt og einfalt nesti sem þau geta borðað án aðstoðar eða mikillar fyrirhafnar.
- Strætó fer frá Fellaskóla eftir að skóla lýkur og ekur beint í Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.
- Barn þarf að vera með viðeigandi búnað fyrir þá íþrótt sem það á að mæta í þann daginn.
- Foreldrar þurfa að vera dugleg að minna sín börn á það í hvaða íþrótt það á að fara eftir skóla.
- Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrstu vikurnar þegar börnin eru að læra á skipulagið.
- Sniðugt er að hafa jafnvel litla stundatöflu í tösku barnsins til að hjálpa þeim.
- Ef foreldrar hafa tök á þá er frábært að koma og aðstoða krakkana fyrstu vikurnar.
- Ef börn hætta í íþrótt er mikilvægt að deild sé látin vita svo hægt sé að halda réttri skráningu.
- Skrá þarf í Abler ef barn mætir ekki á æfingu, það er gert á auðveldan hátt með því að merkja “Mætir” eða “Mætir ekki” við æfinguna.
- Ef börn eru með sértækar þarfir er brýnt að hafa samband við þjálfara vegna þess og eftir atvikum félagsþjónustu sveitarfélagsins ef þörf er á auknum stuðningi fyrir barnið.
Athugið að hægt er að kynna sér Allir með á heimasíðu Hattar.
Fyrirspurnir varðandi verkefnið almennt berast á hottur@hottur.is
Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi skráningar á reikningar@hottur.is
Tengiliðir deilda svara fyrirspurnum varðandi æfingar og þjálfun. Hægt er að hafa samband við þjálfara beint í gegnum Abler appið eða í tölvupósti.
- Fimleikadeild: Díma Írena Pálsdóttir – fimleikadeild.hottur@gmail.com
- Frjálsíþróttadeild: Freyr Ævarsson – freyraev@gmail.com
- Körfuknattleiksdeild: Viðar Örn Hafsteinsson – vidar@me.is