Fundargerðir aðalstjórnar Íþróttafélags Hattar sem kjörin var í apríl 2022

Aðalstjórn fundur 28.03.2023 í Hettunni.

Fundur settur kl: 20:04

Mætt á fund eru: Ásthildur Jónasdóttir (Karfa), Erlingur H. Guðjónsson,(Aðalstjórn),Óttar Steinn Magnússon (Aðalstjórn) Lísa Leifsdóttir (Formaður) ,Jóhann Harðarson (Knattspyrnudeild), Benedikt Snorrason (Taekwondo) Hrund Erla Guðmundsdóttir (Fimleikadeild), Hjördís Ólafsdóttir (Frjálsar)

Gestir v/ liðs 1. Hugrún Hjálmarsdóttir og Guðjón Hilmarsson.

Dagskrá fundar:

  1. Beiðni til Aðalstjórnar um að fá að vinna Fellavallarverkefnið í gegnum Byggingarfélag Hattar.
  2. Aðalfundir-tímasetningar
  3. UÍA þing
  4. Fyrirlestur – Næringarfræðingur
  5. Önnur mál.

1.

Fyrir fundinum lá kynning frá Knattspyrnudeild vegna fyrirhugaðar útskiptingar á gervigrasi á Fellavelli. Þar sem óskað er eftir því að fá að nýta byggingarfélag Hattar til að koma framkvæmdinni af stað í sumar.

Lagt til umsagnar hjá Aðalstjórn hvort heimila eigi Knattspyrnudeild að fá afnot af byggingarfélaginu. Samþykkt samhljóða af aðalstjórn.

Lagt til að kosið verði í nýja stjórn byggingarfélagsins og knattspyrnudeild og ný stjórn byggingarfélagsins taki málið áfram. Formaður Hattar verði áfram formaður byggingarfélagsins eða fulltrúi í stjórn frá Aðalstjórn Hattar.

2.

Óskað var eftir dagsetningum Aðalfunda hjá deildum og eru þeir sem hér segir:
Fimleikadeild               17. Apríl kl 20:00
Frjálsíþróttadeild          18. Apríl kl 17:30
Körfuknattleiksdeild     18. Apríl kl 20:00
Taekwondo deild         19. Apríl Kl 18:00
Knattspyrnudeild         19. Apríl kl 20:00

3.

UÍA þing er fyrirhugað 16.apríl n.k á Neskaupstað. Lágmarksfjöldi frá Hetti eru fimm fulltrúar á þingið. Senda þarf inn tilnefningu um íþróttamann UÍA og Hermannsbikarinn fyrir 4.apríl n.k.

Þar til gerð eyðublöð hafa verið send til aðildarfélaga.

4.

Fimleikadeild hefur bókað fyrirlestur á vegum næringarfræðings sem kemur  Austur 19. Apríl og verður með námskeið fyrir iðkendur 13.ára og eldri ásamt foreldrum. Aðalstjórn greiðir kostnað við námskeiðið gegn því að það verði aðgengilegt fyrir allar deildir.

5. Önnur mál.
ýmsar umræður en ekkert sérstakt mál tekið fyrir.

Fundi slitið 21:14

Fundargerð ritaði: Erlingur H. Guðjónsson.

Fundur Aðalstjórn 28.03.23


Aðalstjórn fundur 28.02 2023 í Hettunni.

Fundur settur kl:20:04

Mætt á fund eru: Ásthildur Jónasdóttir (Karfa), Erlingur H. Guðjónsson,(Aðalstjórn),Óttar Steinn Magnússon (Aðalstjórn) Lísa Leifsdóttir (Formaður) ,Jóhann Harðarson (Knattspyrnudeild), Benedikt Snorrason (Taekwondo) Hrund Erla Guðmundsdóttir (Fimleikadeild)

Dagskrá fundar:

  1. Viðbragðsáætlun (https://www.samskiptaradgjafi.is/verkfaerakista). 
    Samþykkt á notkun samræmdar viðbragðsáætlunar fyrir íþrótta-og
    æskulýðsstarf.
  2. Námskeið, tillögur að námskeiðum.
  3. Úthlutun á styrk til mfl. Félagsins; tveimur skjölum með drögum af fyrirkomulagi voru send í viðhengi með fundarboði.
  4. Önnur mál.

1.

Ákveðið að innleiða þessa viðbragðsáætlun, uppfærum jafnréttis og eineltisstefnur Hattar samhliða og fylgja á eftir þessari viðbragðsáætlun með því að taka fund fyrir deildir og eða þjálfara.

Lísa ætlar að athuga hjá samskiptaráðgjafa hvort hægt sé að fá námskeið hjá þeim í framhaldinu.

2.

Á síðasta fundi Aðalstjórnar var rætt um að taka fyrir námskeið sem nýst gæti öllum deildum fyrir foreldra, þjálfara og iðkendur.

Tillaga frá Fimleikadeild um námskeið:

  • Næringu
  • Liðsheild
  • Markmiðasetningu

Fleiri tillögur eru eins og :

  • Haus.is
  • Öflugir Strákar -Bjarni Fritzson
  • Viðar Halldórsson
  • Hvan.

Aðalstjórn ætlar að senda út tillögur að námskeiðum til deilda í tölvupósti í næstu viku, um að minnsta kosti tveimur námskeiðum sem boðið yrði uppá og aðalstjórn mun greiða kostnað af þeim námskeiðum sem valin yrðu.

3.

Athugasemdir óskast sendar til Aðalstjórnar til að geta staðfest hvernig við viljum hafa ferlið.

Rætt er um að reglur séu í samræmi við umsóknarferlið, sem dæmi að í reglum þurfi að skýra ramman betur. Framkvæmdarstjórn ætlar að útbúa skjal í google docs sem drög númer tvö, sem sent verður til deilda til vinnslu.

Þegar reglur hafa verið staðfestar af aðalstjórn verður skjalið gert opinbert eða sett á vefsíðu félagsins.

4.

  1. Óttar lagði fyrir Aðalstjórn spurningu hvort aðalstjórn væri samþykk því að hafa úthlutun á styrkt til yngri flokka óbreytt.
    Styrkurinn hefur miðast við fjölda á iðkendum til deilda.
    Samþykkt að hafa það óbreytt.
    Óttar lagði til að uppgjörinu væri gerð skil áður en til úthlutunar á styrknum kæmi.
  2. Hrund lagði spurningu fyrir Aðalstjórn um hvort farið væri að huga að aðalfundum. Fimleikadeild stefnir að því að halda aðalfund 17.apríl
  3. Aðalstjórn leggur til að deildir verðir komnar með fundardagsetningu aðalfundar hjá sinni deild á næsta fundi Aðalstjórnar.

Fundi slitið 21:08
Fundargerð ritaði: Erlingur H. Guðjónsson.

Fundur Aðalstjórn 28.02.23


Aðalstjórn fundur 24.01 2023 í Hettunni.

Fundur settur kl:20:06

Mætt á fund eru: Ásthildur Jónasdóttir (Karfa),
Hjördís Ólafsdóttir (Frjálsar), Erlingur H. Guðjónsson,(Aðalstjórn),Óttar Steinn Magnússon (Aðalstjórn) Lísa Leifsdóttir (Formaður) ,Jóhann Harðarson (Knattspyrnudeild), Benedikt Snorrason (Taekwondo) Hrund Erla Guðmundsdóttir (Fimleikadeild)

Dagskrá fundar:

  1. Samræmd viðbragðsáætlun
  2. Önnur mál

1.

Lísa tilkynnti að komin væri samræmd viðbragðsáætlun innan íþróttahreyfingarinnar sem birt hefur verið á vef ÍSÍ,UMFÍ og hjá samskiptaráðgjafa. Deildir innan aðalstjórnar eru hvattir til að kynna sér viðbragðáætlunina og lagt verður fyrir næsta fund tillögur að næstu skrefum að notkun á henni innan félagsins.

2. Önnur mál:

Umræða um fyrirkomulag Hattar á þrettándanum, eða afhendingu íþróttamanneskju Hattar framvegis í stað Íþróttamanns Hattar.
Að haldin sé einhver virðulegur viðburður þar sem þessu eru gerð skil. Hugmyndir af því yrðu viðraðar síðar.
Lagt til að aðalstjórn taki afstöðu til framtíðar fyrirkomulags á afhendingu og það verði rætt í aðalstjórn á næstu fundum.

Námskeið á vegum Hattar, umræðan vítt og breytt, en samhljómur um að félagið í heild bjóði upp á námskeið fyrir alla iðkendur, þjálfara og foreldra.
Karfan hefur notast við námskeið frá Haus , aðalstjórn hvött til að kynna sér haus.is fyrir næsta fund.
Knattspyrnan nefndi námskeið á vegum Bjarna Fritzsonar, Öflugir Strákar.

Fundi slitið 21:21
Fundargerð ritaði: Erlingur H. Guðjónsson.

Fundur Aðalstjórn 24.01.23


Aðalstjórn fundur 26.10 2022 í Hettunni.

Fundur settur kl:20:05

Mætt á fund eru:
Ásthildur Jónasdóttir (Karfa), Hrund Erla Guðmundsdóttir (Fimleikadeild), Hjördís Ólafsdóttir (Frjálsar), Erlingur H. Guðjónsson,(Aðalstjórn) Lísa Leifsdóttir (Formaður Aðalstjórnar)

Dagskrá fundar:

  1. Styrkur frá Múlaþingi v/MFL.
  2. Upplýsingaöflun úr sakaskrá.
  3. Önnur mál.

1.

Framkvæmdarstjórn klárar að vinna tillögur til Aðalstjórnar um úthlutunarreglur fyrir meistaraflokkana með tillti til kostnaðarhlutdeildar og leggur fyrir til samþykktar.

2.

Formaður sendir skjal á deildir innan Hattar til upplýsingaöflunar úr sakaskrá fyrir deildir.

3.

Rætt um að Höttur hafið sem heild einhvern farveg fyrir börn sem þurfa stuðning inn í íþróttastarfið.
Deildar eru minntar á að skila inn uppgjöri fyrir Allir Með og gefa aðalstjórn umsögn framvindu verkefnisins.

Fundi slitið  Kl 21:03
fundargerð ritaði: Erlingur H. Guðjónsson.

Fundur Aðalstjórn 26.10.22


Aðalstjórn fundur 27.09 2022 í Hettunni.

Fundur settur kl: 20:12

Mætt á fund eru:
Ásthildur Jónasdóttir (Karfa), Hjördís Ólafsdóttir (Frjálsar), Erlingur H. Guðjónsson (Aðalstjórn), Óttar Steinn Magnússon (Aðalstjórn), Lísa Leifsdóttir (Formaður Aðalstjórnar), Jóhann Harðarson (Knattspyrnudeild).

Dagskrá fundar:

  1. Styrkur frá Múlaþingi v/MFL.
  2. 50 ára afmæli Hattar 2024.
  3. Önnur mál.

1.

Rætt um styrk Hattar til meistaraflokka félagsins. Spurning hvort við viljum festa ákveðna upphæð frá Múlaþingi á hvern flokk sem sækir um , í staðinn fyrir að deila niður þessum fjórum milljónum til 3-6 flokka. Rætt um að taka frekari umræðu á næsta fundi og ákveða þetta. Fara þá einnig yfir úthlutunarreglurnar.

2.

Höttur á 50. Ára afmæli 2024, rætt um hvað skal gera í tilefni af því. Var áður komin upp tillaga að skrásetja sögu félagsins, samþykkt að halda áfram með að byrja þá vinnu. Stefnt á að búa til starfshóp til að halda utan um það. Svo er spurning hvort þetta verði bók/afmælisrit, mögulega í vefútgáfu sem er alltaf til á heimasíðunni. Væri líka gaman að halda sýningu um söguna, aðgengilegra fyrir yngra áhugafólk. Jafnvel fá einhver til að búa til app tengdu sögu Hattar, líkt og er til með ratleikjum um sveitarfélagið.

3.

Hattarpúlsinn, það er í vinnslu að birta niðurstöður á heimasíðunni. Tillaga um að hafa heildarskýrsluna á heimasíðunni án skrifuðu athugasemdanna og  / eða gera frétt til að birta á síðunni með helstu niðurstöðum þar sem heildarskýrslan er mjög löng.

Hjördís lagði fyrir spurningu til framkvæmdarstjórnar um hvort það væri ekki tilefni til að samræma launakostnað á aðstoðarfólki við Allir með verkefnið, milli deildanna.
Rætt var um hvort hægt væri að fá aðstoð vegna barna með sérþarfir inn í íþróttastarfið.
Verið er að skoða leiðir í samvinnu við Múlaþing.

Jóhann nefndi að ekki væri enn búið að ráða í stöðu yfirþjálfara yngriflokkana hjá Knattspyrnudeild .
Samtal væri í býgerð hjá Knattspyrnudeild við aðila vestur á Ísafirði sem væru í sambærilegri stöðu með aðstöðu mál og Höttur.
Einnig varpaði hann fram þeirri umræðu um hvort byggingarfélagið gæti orðið endurvakið á síðari stigum ef verkefnið á nýju svæði Hattar færi af stað.
Hugmyndinni er vel tekið, en ekki er farið í að nánari umræður um það á þessum fundi.

Fundi slitið  Kl 21:15
fundargerð ritaði: Erlingur H. Guðjónsson.

Fundur Aðalstjórn 27.09.22


Aðalstjórn fundur 31.08 2022 í Hettunni.

Fundur settur kl:20:05

Mætt á fund eru:
Hrund Erla (Fimleikadeild), Ásthildur Jónasdóttir (Karfa), Helga Jóna Svansdóttir (Frjálsar) Hjördís Ólafsdóttir (Frjálsar), Erlingur H. Guðjónsson (Aðalstjórn), Óttar Steinn Magnússon (Aðalstjórn), Jóhann Harðarson (Knattspyrnudeild), ,Benedikt Snorrason (Taekwondo)

Gestir: Gabríel Arnarson og Erna Rakel Baldvinsdóttir , Austurbrú.

Dagskrá fundar:

  1. Kynning á Hattarpúlsinum frá Austurbrú.
  2. Sportabler – Félagsgjöld og afslættir
  3. Íþróttavika ÍSÍ
  4. Fundarplan fyrir veturinn
  5. Önnur mál/umræður

1.

Gabríel Arnarson hjá Austurbrú fór yfir samantekt Austurbrúar á Hattarpúlsinum frá því í sumar.

Almenn umræða um niðurstöðurnar. Niðurstöður verða sendar til Aðalstjórnar og svo skýrslur úr púlsinum fyrir hverja deild sendar til formenna deilda. Rætt um að birta niðurstöðuna á höttur.is
2.

Lísa ræddi um að nota Sportabler sem mögulegt verkfæri til að innheimta félagsgjöld, útfærsla á því væri eitthvað sem þyrfti að skoða.

Rætt um afslætti hjá félaginu á æfingagjöldum. Mismunandi milli deilda Lísa og Hrund ætla að skoða málið áfram.

3.

Lísa minnir á íþróttaviku ÍSÍ sem er 23-30 sept. og tölvupóst sem Aðalstjórnarfólk ætti að hafa fengið frá Dagnýju hjá Múlaþingi.

4.

Lísa lagði fyrir fundinn að setja upp fundarröð fyrir veturinn og hafa fundi 1-sinni í mánuði fram að áramótum. Stefnt á fundi einn miðvikudag í September, Október, Nóvember.

5.

Hrund lagði spurningu fyrir Aðalstjórn um sameiginlegt gagnasvæði fyrir allar deildir. Hrund, Hjördís og Jói Harðar ætla að skoða málið og koma með upplýsingar fyrir næsta fund.

Jóhann upplýsti fundinn um að aðstaða til Knattspyrnuiðkunar hjá félaginu væru óboðlegar báðir vellir sem stæðu liðinu til boða að spila á væru ónýtir, meiðsli hjá iðkendum væru að aukast. Samkvæmt áætlun væri fyrirhugað vor 2023 að endurnýja gervigrasið á Fellavelli. Þetta væri óviðunandi staða.

Lísa upplýsti fundinn um að búið sé að slíta stjórn byggingarfélags Hattar og hefur Formaður Hattar tekið við stjórnarformennsku í félaginu.

Fundi slitið  Kl 22:00
fundargerð ritaði: Erlingur H. Guðjónsson.

Fundur Aðalstjórn 31.08.22


Aðalstjórn fundur 06.06 2022 í Hettunni.

Fundur settur kl:20:05

Mætt á fund eru:
Anna Dís Jónsdóttir (Fimleikadeild.), Hrund Erla (Fimleikadeild), Ásthildur Jónasdóttir (Karfa), Einar Árni Jóhannsson (Karfa), Erla Gunnlaugsdóttir (Frjálsar) Helga Jóna Svansdóttir (Frjálsar) Hjördís Ólafsdóttir (Frjálsar), Erlingur H. Guðjónsson (Aðalstjórn), Óttar Steinn Magnússon (Aðalstjórn), Jóhann Harðarson (Knattspyrnudeild), Björgvin Steinar Friðriksson (Yngri flokkar Knattspyrnudeildar), Benedikt Snorrason (Taekwondo) Gauti Már Guðnason(Taekwondo), Ingibjörg Ásta (Sund) Jóhanna Helga (Sund)

Dagskrá fundar:

  1. Framhald af umræðu um “Allir með” frá fundi 01.06.22
  2. Önnur mál.

1.

Fyrir liggur að ákveða framhaldið á verkefninu Allir með, þar sem fótboltinn hefur ákveðið að draga sig úr verkefninu. Aðrar deildir Hattar sem komið hafa að verkefninu, þurfa að taka afstöðu til þess hvort þær haldi sínu striki og keyri verkefnið af stað í haust.

Samþykkt er að halda áfram með verkefnið og vinna tímatöflur út frá þeim forsendum. Óttar mæti á fund nýs fjölskylduráðs og kynnir verkefnið með það að markmiði að fá áframhaldandi fjármagn.
Verkefnið verði svo unnið af yfirþjálfurum þeirra deilda sem koma að verkefninu í samvinnu við framkvæmdarstjórn Hattar.

Samþykkt af Aðalstjórn utan við Knattspyrnudeild sem er utan verkefnisins og situr því hjá.

2.

Björgvin Steinar lagði fram spurningu um hvernig málið yrði kynnt út á við til almennings.

Aðalstjórn er sammála því að nauðsynlegt sé að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að verkefnið haldið áfram þrátt fyrir að knattspyrnudeild hafi ákveðið að hverfa frá og hafa hana hnitmiðaða og undirritaða af öllum innan aðalstjórnar.

Fundi slitið  Kl 21:50
fundargerð ritaði: Erlingur H. Guðjónsson.

Fundur Aðalstjórn 06.06.22


Aðalstjórn fundur 01.06 2022 í Hettunni.

Fundur settur kl:20:07

Mætt á fund eru:
Anna Dís Jónsdóttir (Fimleikadeild.), Ásthildur Jónasdóttir (Karfa), Díma Pálsdóttir(Fimleikadeild), Erla Gunnlaugsdóttir (Frjálsar) Helga Jóna Svansdóttir (Frjálsar), Erlingur H. Guðjónsson,(Aðalstjórn), Óttar Steinn Magnússon (Aðalstjórn) Lísa Leifsdóttir (Formaður) ,Jóhann Harðarson (Knattspyrnudeild), Benedikt Snorrason (Taekwondo), Einar Árni Jóhannsson (Karfa), Björgvin Steinar Friðriksson ( Yngri flokkar Knattspyrnudeildar)

Sigrún Júnía ( Tjarnarland ehf )

Dagskrá fundar:

  1. Sigrún Júnía – heimasíðan Höttur.is
  2. Tímatafla/Allir Með umræða.
  3. Önnur mál.
  1. Sigrún Júnía kynnti sig og nefndi að hún væri búinn að setja upp teljara á síðuna www.hottur.is  til að skoða hve mikið síðan er heimsótt.
    Síðan hefur verið mjög mikið sótt samkvæmt teljaranum síðasta mánuðinn.
    Sigrún hvatti formenn deilda og aðalstjórn til að koma öllum fréttum með tengli inn á heimasíðuna, til að halda síðunni lifandi.
    Auglýsti Sigrún Júnía eftir því hvort ekki væru einhverjir ljósmyndarar hjá deildunum að störfum sem gætu komið til hennar myndum af viðburðum sem væru í gangi hjá félaginu á mótum sem haldin eru víðsvegar um landið.
    Rætt um hvort hægt væri að hafa hnapp á heimasíðunni til að skrá sig sem félagsmann í Hetti.
    Óttar leggur til hnappur verði settur upp á heimasíðunni.
    Samþykkt samhljóða af aðalstjórn.
  2. Knattspyrnudeild lagði fram greinargerð frá fundi þeirra 30. Maí 2022, þar sem deildin vill draga sig út úr verkefninu og leggur til að fresta verkefinu um ár og nota haustið til að halda áfram með að slípa verkefnið.
    Greinargerðin er viðhengd við fundargerðina.
    Aðalstjórn leggur því til við formenn allra deilda að ræða hvort þátttaka þeirra í verkefninu Allir með standi óbreytt innan sinna stjórna og hittast aftur á fundi næst komandi mánudag 06.06.22.
  3. Jóhann Harðar lagið fram undirritaða viljayfirlýsingu frá nefnd um „Framtíðarsvæði Íþróttafélagsins Hattar í samstarfi við félag eldri borgara, HSA og ME við skipulagsfulltrúa Múlaþings.
    Þessi viljayfirlýsing er hengd við fundargerðina til glöggvunar.Jóhann lagði fram mál sem kom upp hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar sem vísað var til samskiptaráðgjafa hjá ÍSÍ til úrlausnar.
    Lagt til að sú leið sé farin til úrlausnar slíkra mála og stefna í eineltismálum innan Hattar sé uppfærð í samráði við nútíma þarfir.
    Ekki var fleira rætt undir önnur mál.

Fundi slitið  Kl 21:44
fundargerð ritaði: Erlingur H. Guðjónsson.

Viðauki 1 við fundargerð Allir með verkefnið

Á stjórnarfundi 30 maí 2022 fóru yngri flokkar auk formanns knattspyrnudeildar yfir drög af tímatöflu fyrir haustið 2022 vegna verkefnisins Allir með. Okkur leist ágætlega á þó svo að það við við teljum að miðað við áætlaðan fjölda iðkenda myndi salurinn ekki rúma allan hópin í einum tíma. 

Eftir þó nokkra umræðu komumst við þó öll að þeirri niðurstöðu að knattspyrnudeild verði að setja fótinn niður og draga deildina út úr verkefninu og biðja stjórn Hattar ásamt öðrum deildum virkilega að endurskoða  sinn vilja að keyra verkefnið áfram í haust en við teljum verkefnið að svo stöddu algjörlega fallið á tíma.  

Það þarf að ná meiri sátt í samfélaginu og pólitíkin þarf að vera með sitt á hreinu varðandi fjármögnun verkefnisins. Einnig þarf grunnskólinn að innvinklast í verkið og í samstarfi við nýjan fræðslustjóra sem og nýjan skólastjóra.  ME ætti að vera með sinn fulltrúa upp á þjálfun og kennslu sem væri þá hluti af þeirra námi. Þessi vinna verður aldrei unnin á þeim skamma tíma auk þess sem sumarfrí eru handan við hornið. 

Við teljum enga skömm af því að bakka, anda og hugsa í stað þess að keyra verkefni í gegn með sundrað félag og neikvæða umræðu því þetta gæti vel orðið eitthvað eftirtektarverkt en til þess þurfum við betri samvinnu og almenna sátt. Þess þá heldur er það virðingavert að geta viðurkennt að það vanti uppá og vilja vanda betur til verks því þó svo að verkefnið teljist fullmótað þá teljum við umgjörðina frekar fallvalta. 

Við leggjum því til að við bökkum aðeins, leyfum deildunum að vinna á sinn hátt í bili og hittumst fersk í haust með hreint borð stútfullt af þeirri þekkingu sem hefur áunnist hingað til.

Við erum tilbúin að vinna að framtíðar þróun þessa verkefnis enda sammála tveimur meginatriðum þ.e eitt gjald og að æfingar rekist ekki á en við teljum að vanda þurfi undirbúning þess mun betur og mörgum spurningum sé enn ósvarað. Við viljum að utan um þetta verði búinn til sérstakur vinnuhópur með þekkingu úr ólíkum áttum.

Spurningakönnun sú sem fór út núna veldur okkur einnig miklum vonbrigðum enda þar hvergi snert á helstu álitamálum að okkar mati. 

Við tilgreinum hér meginástæður fyrir okkar afstöðu og sem við teljum á engan hátt unnt að leysa á svona stuttum tíma.

Mönnun

  • Yngri flokkar eru að missa 3 þjálfara í haust sem hafa unnið með yngstu börnin.
  • Við erum ekki að sjá fram úr mönnun eins og staðan er í dag miðað við þann fjölda sem þarna yrði auk þess að aðstaða er ekki til staðar fyrir þann áætlaða fjölda. 

 Fjöldi iðkenda á æfingu, aðstaða og faglegt starf

  • 8 flokkur kk telur 34 iðkendur 
  • 8 flokkur kvk telur 29 iðkendur
  • 7 flokkur kk telur 30 iðkendur 
  • 7 flokkur kvk telur 22 iðkendur 
  • Til þess að mæta þessu eru 6 þjálfarar að lágmarki á æfingu í 8.flokk og sal skipt í 3 hluta þegar 7.flokkur er á æfingu. 
  • 8 til 10 iðkendur er talið heppilegt fyrir hvern þjálfara í 7.flokk

Hvernig á að leysa þetta með mögulega 40 til 50 krakka í rými?

  • Við sjáum ekki þessi fjöldi rúmist í húsinu
  • Við sjáum ekki að hægt sé að halda úti faglegri knattspyrnuþjálfun við þessar aðstæður auk þess sem vinnuaðstaða er þjálfurum ekki boðleg. 

Fylgd á æfingar

  • Liggur fyrir samkomulag við fræðsluyfirvöld fylgd, stuðning í íþróttahúsi og á æfingum?
  • Liggur fyrir samkomulag við starfsfólk þ.e skólaliða/frístund um þátttöku í því starfi?
  • Við sendum fyrirspurn á Íþrótta og æskulýðsstjóra þann 31. maí og fengum þau svör að ekki sé búið að gera neina samninga þar að lútandi.
  • Hér er rétt að undirstrika að foreldrar barna í 7. flokki hafa skipst á að fylgja börnum úr skóla á æfingar allan veturinn, séð til þess að koma nesti í þau í íþróttahúsinu, reima og styðja á allan hátt og hafa þau tilbúin fyrir þjálfara við upphaf æfinga.

Stuðningur á æfingum

  • Liggur fyrir hvernig og hvort stuðningur verður á æfingum?
  • Er til samkomulag um það?

Hegðun og agamál

  • Gilda okkar hegðunar og agareglur skv.Vegvísi yngri flokka Hattar á æfingum innan verkefnis?
  • Vegvísir Yngri flokka Hattar lagður fram til kynningar
  • Sýnir einnig uppbyggingu okkar starfs

Iðkendur á ársskilum fram til október

  • Á knattspyrnudeild að endurgreiða þeim iðkendum sem eru á ársskilum fram í október 2022 en okkar ársskil eru frá október til október. 
  • Þeir sem eru búnir að skrá börn í sumarstarf okkar eru einnig búnir að borga til október

Fjármögnun

  • Er hún tryggð og þá til hversu langs tíma?
  • Er til samkomulag um það?
  • Við sendum fyrirspurn á Íþrótta og æskulýðsstjóra þann 31 maí varðandi það hvort fjármögnun verkefnisins væri tryggð á næsta ári.  Svarið var að svo sé ekki og verði ekki ljóst fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar 2023 í haust en eins og staðan sé núna er inni ákveðin upphæð sem hugsuð er sem áframhaldandi stuðningur við verkefnið.
  • Er ekki grunnatriði að fjármögnun sé ljós til t.d 3 ára og einnig að leitað sé styrkja til verkefnisins frá utanaðkomandi aðilum til frekari þróunar t.d ÚÍA, ÍSÍ, UMFÍ, KSÍ og ráðuneytis?

Forsaga 

  • Verkefni sem framkvæmdastjórn Hattar og Múlaþing setja af stað
  • Afstaða knattspyrnudeildar var í upphafi jákvæð EN með þeim formerkjum þó að starf Knattspyrnudeildar Hattar fengi að halda sér óskert
  • Knattspyrnudeild fær ekki hljómgrunn innan aðalstjórnar við þau sjónarmið
  • Knattspyrnudeild setti fram tillögu um að 3 æfingar innan viku fengju að halda sér en því var hafnað
  • Knattspyrnudeild setti fram tillögu um að 2 æfingar innan viku fengju að halda sér en því var hafnað
  • Rætt var um að fótbolti í þessum aldurhópi yrði eingöngu í boði 1 x í viku og eingöngu 8 mánuði ársins
  • Þann 9 mars er samþykkt tillaga sem felur í sér 1 æfingu í viku + 1 æfing um helgi utan verkefnis auk þess að staðfest er í fundargerð 6 apríl að sumarstarf fái að standa óbreytt.
  • Lengra komst Knattspyrnudeild ekki enda í minnihluta innan Aðalstjórnar Hattar með sín sjónarmið

Tillaga frá Knattspyrnudeild Hattar á aðalstjórnarfundi 15.05 2022

Því settum við hjá Knattspyrnudeild Hattar fram fyrstu drög að tillögu að framtíðar hugmynd fyrir Allir með verkefnið og hugsað sem innlegg okkar í leit að góðri útfærslu sem felur í sér aukið samstarf Hattar og skólasamfélagsins auk þess að vera partur af heilsueflandi samfélagi.

Við bjuggum ekki til þessa hugmynd að útfærslu til heldur sáum fordæmi hennar sem við vildum setja fram sem innlegg okkar í mögulega framþróun verkefnisins.

Iðkendur og starf Knattspyrnudeildar þ.e sérstaklega Yngri flokkar Hattar

  • Iðkendafjöldi Knattspyrnudeildar Hattar er 306
  • Þarf af í yngri flokkum 256
  • Velta yngri flokka Hattar er 26 milljónir á ári sem segir mikið um umfang starfsins
  • Gríðarlega öflugt starf þar sem fjöldi foreldra er að sinna miklu starfi í sjálfboðavinnu
  • Keyrt áfram af mjög hæfum aðalþjálfara og þjálfara hópi
  • Starf sem vakið hefur athygli útá við, skilað af sér afreksfólki af báðum kynjum og ekki síst veitt fjölda barna þjálfun og leiðsögn sem nýtist í margt fleira en knattspyrnu.
  • Vekja má athygli á fjölgun iðkenda síðustu 4 ár og þá sérstaklega stúlkna megin. 
  • Fjölgun þjálfara í deildinni

Hvað gerum við næst?

Því er það von okkar að á næstu stigum auðnist okkur að bæta það sem þarf, setja saman öflugan starfshóp úr ýmsum áttum þ.e fagfólk, stjórnarfólk og foreldra með það að markmiði að innleiða þetta þannig í framtíðinni að eftir sé tekið. 

En til þess þurfum við að að þora að vera ósammála, rökræða okkur niður á lausnir og útfærslur og gera það þannig að Höttur sé sterkara á eftir og íþróttastarfið enn þá öflugra fyrir krakkana okkar. 

Verkefnið er alger nýjung á Íslandi og því mun skipta gríðarlega miklu máli hvernig haldið verður á innleiðingu verkefnisins í rauntíma og það verður að gera á breiðum grunni og raunmælingar sýnilegar.

Innleiðing

  • Hvernig
  • Hverjir

Tillaga um Starfshóp

  • Stór til að tryggja ólík sjónarmið og fjölþætta fagþekkingu

Mælingar í rauntíma

  • Grunnatriði í innleiðingu

Hvernig á að bregðast við vandamálum sem upp koma

  • Hér þarf að tryggja að ferlið sé skýrt

Hvernig tryggjum við stöðugar endurbætur á verkefninu

  • Innleiðing er alltaf lykilatriði og til þess að tryggja að verkefnið þróist áfram verðum við að fá mælanleg gögn til þess að geta brugðist við og þannig tryggt stöðugar umbætur á verkefninu.

Knattspyrnudeild Hattar er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að svo megi verða en áskilur sér líka rétt til þess að eiga opnar umræður um málið, við leggjum mikla áherslu á mikilvægi þess að öflugur starfshópur verði myndaður um verkefnið og okkur beri gæfa til að þróa verkefnið áfram öllum iðkendum Hattar og samfélaginu til góða.

Áfram Höttur.

Fundur Aðalstjórn 01.06.22


Aðalstjórn fundur 15.05 2022 í Hettunni.

Fundur settur kl:17:08

Mætt á fund eru:
Anna Dís Jónsdóttir (Fimleikadeild.), Hrund Erla Guðmundsdóttir(Fimleikadeild), Hjördís Ólafsdóttir (Frjálsar), Erlingur H. Guðjónsson (Aðalstjórn), Óttar Steinn Magnússon (Aðalstjórn), Lísa Leifsdóttir (Formaður), Jóhann Harðarson (Knattspyrnudeild), Ingibjörg Ásta Ingvarsdóttir (Sunddeild) Viðar Örn Hafsteinsson (Körfuknattleiksdeild) Einar Árni Jóhannsson (Körfuknattleiksdeild)

Dagskrá fundar:

  1. Allir með verkefnið.
  2. Önnur mál.

1.

Óttar fór yfir ástæðu boðun fundarins, sem hefur verið órói í samfélaginu og neikvæð fjölmiðlaumræða vegna verkefnisins.
Óttar nefndi að nauðsynlegt væri að fá einhverja tilfinningu fyrir því hvar við stöndum með verkefnið.
Hann stakk upp á tillögu um að gerð yrði könnun til foreldra barna hjá Hetti þar sem kannaður yrði hugur fólks til verkefnisins.
Út frá þeirri könnun væri tekin afstaða til næsta skrefs í verkefinu.
Kosið um það að Austurbrú myndi koma að því að leggja fyrir könnun til foreldra og Austurbrú myndi vera ráðgefandi í því hvernig að því yrði staðið með tilliti til markhóps.
Samþykkt samhljóða af aðalstjórn.

Jóhann Harðar lagði fyrir aðalstjórn hugmynd að samtal væri tekið við skólayfirvöld, nýjan skólastjórnendur, fræðslustjóra Múlaþings sem varðar íþróttir fyrir skólatíma og lagði fyrir fundinn upplýsingar um verkefni frá Flataskóla.

2.

Ekkert undir önnur mál.

Fundi slitið  Kl 18:30
fundargerð ritaði: Erlingur H. Guðjónsson.

Fundur Aðalstjórn 15.05.22


Pin It on Pinterest