Fundagerðir aðalstjórnar Hattar 2024-2025

Fundargerðir aðalstjórnar Íþróttafélags Hattar sem kjörin var í apríl 2024

Fundur aðalstjórnar 28. ágúst 2024

Mætt: Ásta Dís Helgadóttir (fimleikadeild), Ásthildur Jónasdóttir (körfuknattleiksdeild), Brynjar Gauti Snorrason (frjálsíþróttadeild), Jóhanna Helga Jóhannsdóttir (sunddeild).
Bylgja Borgþórsdóttir, Hrund Erla Guðmundsdóttir og Lísa Leifsdóttir (framkvæmdastjórn).

Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir

1. Fatnaður félagsins

Rætt um fatnað félagsins, samræmingu og að búa til hönnunarskjal fyrir merki Hattar. Skoðað hvort þarf að gera lagabreytingu. Áfram í vinnslu. 

2. Fræðsluáætlun Hattar veturinn 2024-2025

Unnið að því að setja saman fræðsluáætlun. Mikilvægt að samnýta þá fræðslu sem deildir fá og þannig efla starfið enn frekar. Áfram í vinnslu.

3. Heimasíða Hattar

Rætt um smávægilegar breytingar á heimasíðunni, gerðar til þess að auðvelda fólki að nálgast upplýsingar um deildir. Eins um mikilvægi þess að allar deildir fari yfir þær upplýsingar sem eru á heimasíðunni og að þær séu alltaf uppfærðar.

4. Beiðni um sakaskráningu

Minnt á að allir þjálfarar og önnur sem vinna með börnum, til dæmis fararstjórar, þurfa að samþykkja að leitað verði upplýsinga um þau í sakaskrá. Deildir fylgja þessu eftir. 

5. Allir með!

Almennar umræður um verkefnið, hvernig gengur og hvert framhaldið verður. Rætt um biðlista og mögulegar lausnir. Einnig um fjárhag verkefnisins. 

6. 50. ára afmæli Hattar

Skoðað að halda afmælishátíð í tengslum við Evrópska íþróttaviku í september. Framkvæmdastjórn vinnur áfram að skipulagi í samstarfi við deildirnar. 

7. Fyrirhugaðar breytingar á stjórn Byggingafélags Hattar

Frestað til næsta fundar. 

8. Fundartími aðalstjórnar í vetur

Ákveðið að aðalstjórn fundi síðasta miðvikudag í mánuði kl. 20:00. 

Fundi slitið 22:00.

Fundur aðalstjórnar 19. júní 2024

Mætt: Ásta Dís Helgadóttir (fimleikadeild), Ásthildur Jónasdóttir (körfuknattleiksdeild), Díma Írena Pálsdóttir (fimleikadeild), Freyr Ævarsson (frjálsíþróttadeild), Jóhanna Helga Jóhannsdóttir (sunddeild), Skarphéðinn Smári Þórhallsson (knattspyrnudeild), Viðar Örn Hafsteinsson (körfuknattleiksdeild).
Bylgja Borgþórsdóttir, Hrund Erla Guðmundsdóttir og Lísa Leifsdóttir (framkvæmdastjórn).

Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir

1. Tímatafla íþróttahúss veturinn 2024-2025

Fyrir fundinum lá tímatafla fyrir veturinn 2024-2025.

Deildir verði búnar að skila drögum að sínum tímatöflum fyrir veturinn fyrir 1. ágúst 2024. 

Fyrirlögð tímatafla er samþykkt með fyrirvara um smávægilegar breytingar. Tillaga er að inn í töfluna sé bætt tímum fyrir verkefni fyrir börn með sérþarfir. Knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild hafa samráð um þá tíma. 

2. Allir með

Fyrir fundinum lá að fara yfir verkefnið Allir með fyrir veturinn 2024-2025 og taka ákvörðun um áframhaldið.

Rætt um ramma verkefnisins og samþykkt að hækka annargjald um 5.000 krónur og verði þá 35.000 krónur á hvorri önn.

Rammi verkefnisins að öðru leyti áfram í vinnslu þ.m.t. ákvarðanir deilda um þátttöku.

Fundi slitið 21:55

Fundur aðalstjórnar 19. júní 2024


Fundur aðalstjórnar 30. maí 2024

Mætt: Ásta Dís Helgadóttir (fimleikadeild), Ásthildur Jónasdóttir (körfuknattleiksdeild), Benedikt Snorrason (taekwondodeild), Díma Írena Pálsdóttir (fimleikadeild), Freyr Ævarsson (frjálsíþróttadeild), Erla Gunnlaugsdóttir (frjálsíþróttadeild), Jóhanna Helga Jóhannsdóttir (sunddeild), Magnfríður Ólöf Pétursdóttir (knattspyrnudeild), Snjólaug Ósk Björnsdóttir (rafíþróttadeild), Viðar Örn Hafsteinsson (körfuknattleiksdeild).
Bylgja Borgþórsdóttir, Hrund Erla Guðmundsdóttir og Lísa Leifsdóttir (framkvæmdastjórn).

Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir

1. Tímatafla íþróttahúss veturinn 2024-2025

Formaður varpaði upp töflu síðasta vetrar og bað um punkta frá deildum.

Taflan verður send á allar deildir til að fara yfir að allt sé rétt. Búið að klára yfirferð fyrir 20. júní.

Aðalstjórn rýnir töfluna og reynir að raða niður þannig að sem minnst rekist á. 

2. Allir með

Rætt um verkefnið og áframhald þess. Næstu skref ákveðin. 

3. Önnur mál

i. Sveitarfélagið – fjármagn: Mikilvægt að ræða fljótlega við sveitarfélagið um aukið fjármagn til félagsins.

a. Vinnuaðstaða þjálfara: Rætt um að algjör vöntun er á vinnuaðstöðu fyrir þjálfara, í raun sama hvaða deild um ræðir. 

b. Tjald til útleigu: Lísa er búin að vinna í málinu og gerir það áfram. 

c. Afmæli Hattar: Afmælisnefnd er að störfum.

d. Uppfærðar upplýsingar á stjórnum: Senda til framkvæmdastjórnar til að hægt sé að uppfæra upplýsingar á heimasíðu félagsins.

Fundi slitið 22:01

Fundur aðalstjórnar 30. maí 2024


Fundur aðalstjórnar 23. apríl 2024

Mætt: Ásta Dís Helgadóttir (fimleikadeild) Ásthildur Jónasdóttir (körfuknattleiksdeild), Freyr Ævarsson (frjálsíþróttadeild), Magnfríður Ólöf Pétursdóttir (knattspyrnudeild),
Bylgja Borgþórsdóttir og Lísa Leifsdóttir (framkvæmdastjórn)

Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir

1. Aðalfundur Hattar 

  1. Verkaskipting framkvæmdastjórnar er ákveðin þannig að Lísa Leifsdóttir er áfram formaður, Hrund Erla Guðmundsdóttir er gjaldkeri og Bylgja Borgþórsdóttir er ritari. 
  2. Formaður minnir á að allar deildir verða að skila skýrslum ársins og ársreikningum til að hægt sé að klára skil til ÍSÍ. 
  3. Á aðalfundi kom fram tillaga um kaup á veislutjaldi til útleigu og til afnota fyrir deildir. Rætt að mikilvægt sé að um leið sé til góð geymsla undir slíkt. Aðalstjórn tekur mjög vel í hugmyndina og heldur áfram að skoða málið. 
  4. Á aðalfundi kom fram tillaga um stofnun hóps um fræðslu- og forvarnaáætlun félagsins. Aðalstjórn tekur mjög vel í hugmyndina og felur framkvæmdastjórn að vinna málið áfram.
  5. Á aðalfundi var ákveðið að hækka félagsgjöld í 2.500 krónur á ári. Aðalstjórn leggur til að sendur verði út pistill um verkefni félagsins og umfang og í kjölfarið valgreiðsluseðill á einstaklinga, eldri en 18 ára, í póstnúmer 700 og 701. Framkvæmdastjórn falið að vinna málið áfram.

2. Sambandsþing UÍA

  1. Aðalstjórn Hattar óskar innilega til hamingju öllum þeim sem fengu viðurkenningar á sambandsþingi UÍA 2024. Hreinn Halldórsson fékk gullmerki UMFÍ og Auður Vala Gunnarsdóttir og Davíð Þór Sigurðarson fengu gullmerki ÍSÍ ásamt því að veitt voru starfsmerki UÍA. 
  2. Aðalstjórn Hattar áréttar mikilvægi þess að UÍA vinni áfram að nefnd um ferðakostnað sem setja átti af stað eftir sambandsþing 2023. Jafnframt býður stjórnin fram krafta sína í vinnunni.
  3. Aðalstjórn leggur til að boða fljótlega til skrafs og ráðagerða fulltrúa frá UÍA. Stjórnin telur mikilvægt að vera í góðu samstarfi og að UÍA kynni sína starfsemi fyrir aðildarfélögum.

3. 50 ára afmæli Hattar

Afmælisnefnd hefur unnið að dagskrá afmælis. Formaður reifar það sem búið er að fara yfir hingað til og þær hugmyndir sem fram hafa komið. Málið unnið áfram.

4. Allir með 

Almennar umræður um næstu skref. Mikilvægt að fleiri en þrjár deildir séu með. Einnig rætt um Hattarpúlsinn og hvernig á að halda áfram með það verkefni. Framkvæmdastjórn vinnur málið áfram og ræðir við Austurbrú um mögulegar breytingar á framkvæmd. 

5. Önnur mál

  1. Aðalstjórn Hattar óskar körfuknattleiksdeild Hattar innilega til hamingju með frábæran árangur á Íslandsmóti. Eins óskar aðalstjórn Bjarti Berg Hjaltasyni, fyrrum iðkanda fimleikadeildar, innilega til hamingju með Norðurlandameistaratitil í hópfimleikum. 
  2. Framkvæmdastjórn falið að athuga hvort hægt er að skrá félagið sem almannaheillafélag.
  3. Ákveðið að vinna að skráningu íþróttamannvirkja og aðstöðu og þá forgangsröðun sem félagið vill stefna að. 
  4. Minnt á fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og deildir hvattar til að skoða möguleikann á að sækja í hann. 
  5. Rætt um mikilvægi þess að yfirfara og uppfæra þær stefnur og áætlanir sem félagið vinnur eftir. Málið unnið áfram af framkvæmdastjórn.

Fundi slitið 21:00.

Fundur aðalstjórnar 23. apríl 2024

Pin It on Pinterest