Fundargerðir fimleikadeildarinnar

Fundur 17 // 9.janúar 2023 kl. 19:45 í ME

Mættar voru: Hrund Erla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Magnadóttir, Tara Tjörvadóttir, Anna Dís Jónsdóttir, Díma Írena Pálsdóttir og Agla Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri og Vigdís Diljá Óskarsdóttir.

Fjarverandi var Guðfinna Harpa Árnadóttir.

1. Framkvæmdastjórastaðan breytingar

Agla hefur ákveðið að hætta sem framvkæmdastjóri hjá deildinni en heldur áfram störfum sem þjálfari. Anna Dís verður ráðin sem starfskona við deildina. Engin sérstök tilkynning verður send út vegna þessa breytinga en upplýsingum á heimasíðu verður breytt. Agla vísar fyrirspurnum sem hún fær áfram.

Verkefnum var  úthlutað á fundinum og tekur Anna Dís við þeim flestum.

2. Ráðstefna TeamGym

Díma yfirþjálfari fór á TeamGym ráðstefnunni sem haldin var í Malmö í Svíþjóð síðustu helgi. Hún sagði stjórn frá ferðinni, punktar:

  • Evrópska fimleikasambandið stóð fyrir TeamGym ráðstefnu 5. – 7. janúar í Malmö Svíðþjóð
  • Fimm pláss frá Íslandi fyrir yfirþjálfara, dómara eða þjálfara 2.flokks eða hærra.
  • Ráðstefnan var með bæði verklega og fræðilega fundi og voru sérstaklega áhugaverðir fyrir þjálfara, dómara og stjórnendur. 
  • Ráðstefnan var kjörið tækifæri til að auka þekkingu og fara yfir það nýjasta í hópfimleikum og um leið hafa áhrif á framtíðarstefnu íþróttarinnar.
  • Díma einbeitti sér sérstaklega að þjálfunarhlutunum. 
    • Skoðaði stökk á dýnu með landsliðsþjálfara Bretlands í powertumbling, Mikey Barnes
    • Skoðaði Trampolín og stökk yfir hestinn með fyrrum landsliðsþjálfara og landsliðsmanni í hópfimleikum í Svíþjóð, Jacob Melin
    • Gólf æfingar með Anders Frisk, Master of fine arts

3. Þjálfaranámskeið

Þjálfaranámskeið fyrir okkar þjálfara voru rædd, skipulag á þeim er í vinnslu.

4. Birting fundargerða

Þessi fundargerð verður sú fyrsta sem við birtum. Vonum að það verði skref verði farsælt.

5. Fimleikar fyrir fullorðna

Leigan á fimleikasalnum er 9.300 kr. m/vsk á klukkustund. Agla og Tara ætla að þjálfa og æfingar verði miðvikudaga kl. 20:30-21:30 og sunnudaga  20:00-21:00. Fyrsta æfing verði í næstu viku og standi námskeiðið yfir í 4 vikur samtals 8 æfingar.

Námskeiðið verður skipulagt og auglýst á næstu dögum.  

6. Almannatengsl

Staða fréttaskrifa rædd, einnig kom upp hugmynd um að bæta við upplýsingum um þjálfarana okkar og myndir á heimasíðuna. Farið verður í þessa vinnu sem fyrst. 

7.  Fyrirmyndarfélag umsókn

Unnið er að gögnum fyrir umsókn um fyrirmyndafélag.. Hrund tekur að sér að stýra þessari vinnu, en stefnt er að klára þá vinnu fyrir næsta aðalfund.

8. Aðalfundur

Stefnt er á að halda aðalfund þriðjudaginn 9.apríl í Hettunni. Leitin af nýjum formanni er hafin.

9. Tryggingar 

Skoða þarf  hvort og hvaða tryggingar við þurfum að hafa. Í vinnslu.

 

Fundi slitið kl. 21:45

Pin It on Pinterest