
Fyrsta mót haustsins í hópfimleikum var haldið á Akranesi laugardaginn 5. nóvember sl. Höttur sendi meistaflokks mix liðið til keppni á Mótaröð 1 og stóðu iðkendur sig mjög vel. Í stökkum á dýnu varð liðið stigahæðst af 17 liðum, samanlögð einkunn áhalda skilaði liðinu 1.sæti í sínum flokki og í 5. sæti af öllum liðum sem tóku þátt á mótinu.
Við óskum keppendum innilega til hamingju með glæsilegt mót.
Næsta verkefni hjá liðinu er Haustmót 2 sem haldið verður á Egilsstöðum 19. nóvember. Við hvetjum öll til að mæta og horfa á hópfimleikamótið, dagskrá mótsins er að finna á vef fimleikasambandsins.