4. flokkur á Haustmót á Selfossi

nóv 17, 2022 | Fimleikar

Höttur sendi tvö stór lið í 4. flokki á Haustmót 1 í hópfimleikum sem haldið var á Selfossi helgina 12. og 13. nóvember. Liðin urðu í 6. og 17 sæti en 28 lið tóku þátt. Eftir keppni var liðum skipt niður í A, B og C deild. Annað liðið frá Hetti lenti í A deild og hitt í B.

Gleði og spenningur einkenndi liðið á mótstað og voru stúlkurnar til fyrirmyndar yfir alla helgina. Við óskum keppendum til hamingju með flott mót.

Núna undirbúa þær atriði sem þær munu sýna á jólasýningu Fimleikadeildar Hattar sem haldin verður 10. desember.

Mynd af 4. flokk X fimleikadeildar Hattar eftir keppni á mótsdag.
4. flokkur X fimleikadeildar Hattar
Mynd af 4. flokk Y fimleikadeildar Hattar eftir keppni á mótsdag.
4. flokkur Y fimleikadeildar Hattar

Pin It on Pinterest