2. flokkur Fimleikadeildar Hattar keppti á Bikarmóti í Stökkfimi eldri sunnudaginn 5. mars sem haldið var í Gerplu. Níu lið kepptu um bikarmeistaratitilinn og var keppnin mjög spennandi. Þær urðu í 1. sæti fyrir gólfæfingar og fyrir samanlagðan árangur allra áhalda.
Þær eru bikarmeistarar í Stökkfimi eldri 2023. Glæsilegur árangur!
Næsta mót hjá þeim verður í lok apríl þar sem þær munu keppast um Íslandsmeistaratitilinn.