Mótaröð 3 var haldin um helgina í Stjörnunni og voru 16 lið skráð til keppni en aðeins þrjú kepptu í flokki blandaðra liða. Meðal þeirra var mix lið Hattar í meistaraflokki.
Mótaröðin samanstendur af þremur hópfimleikamótum sem dreifast yfir keppnistímabilið. Liðin safna stigum á þessum mótum og einungis eru veitt verðlaun á lokamótinu. Markmið mótaraðarinnar er að leyfa fleiri iðkendum að fá keppnisreynslu, ýta undir möguleikann á að prufa ný stökk í keppni og leyfa fleiri keppendum að njóta sín.
Mix lið Hattar hefur tekið þátt á þessum þrem mótum og staðið sig vel.
- Mótaröð 1. – 1. sæti með 42.980 stig
- Mótaröð 2. – 2. sæti með 44.565 stig
- Mótaröð 3. – 1. sæti með 44.490 stig
Í lok apríl verður Íslandsmótið í hópfimleikum haldið og verður það síðasta mótið hjá þessu liði.