Upphaf vetrarins hjá fimleikadeild Hattar

ágú 16, 2023 | Fimleikar

Æfingar fimleikadeildarinnar byrja á miðvikudaginn 23. ágúst og 2. september hjá krílahópum. 

Deildarsíðan hefur verið uppfærð með upplýsingum um áherslur fyrir keppnishópa og áhugahópa. 

Í vetur eins og sl. vetur verður ýmist keppt í hópfimleikum eða stökkfimi og fer það eftir fjölda í hópum. 

Við viljum vekja athygli á því að ekki er leyfilegt að mæta á æfingar nema að þegar sé búið að ganga frá skráningu. 

Til viðbótar við þá flokka sem við höfum áður boðið upp á höfum við bætt við fimleikadansi. Þær æfingar eru hugsaðar fyrir þau sem vilja læra dans án þess að keppa. Áhersla er lögð á að kynna börnum fyrir fimleikadansi þar sem þau læra dansrútínur og æfa samvinnu, mynstur og fimleikaæfingar. Að stunda hreyfingu í skipulögðu starfi, vera þátttakandi í hóp og auka vöðvastyrk, þol, liðleika og samhæfingu. Þetta er 7 vikna námskeið og eru æfingar einu sinni í viku á sunnudögum. Ekki er gerð krafa á þekkingu í fimleikum – bjóðum öll börn velkomin á þessar æfingar. 

Fyrirspurnum er beint til Öglu á fimleikar.hottur@gmail.com.

Hlökkum til komandi fimleikavetrar. 

Pin It on Pinterest