Íþróttavika Evrópu var haldin með stæl í Múlaþingi dagana 23. – 30. september s.l. en hún er haldin ár hvert í yfir 30 löndum.
Fimleikadeildin hélt Parkour örnámskeið laugardaginn 30. sept í þeim tilgangi að kynna íþróttina fyrir áhugasömum krökkum. 43 krakkar á aldrinum 8-12 ára mættu á námskeiðið. Erlendi þjálfarinn Jesus Rodriguez var fenginn til að halda námskeiðið með aðstoð Ástu Dísar fimleikaþjálfara hjá Hetti. Námskeiðið var spennandi og skemmtilegt.
Kristinn Þór, deildarstjóri í Gerplu og fyrrum landsliðsþjálfari, kom í heimsókn 25.-26. September. Hann tók alla keppnishópa á æfingu ásamt því að funda með þjálfurum og stjórnendum deildarinnar. Kiddi hefur verið duglegur að leiðbeina og aðstoða okkur í gegnum tíðina og hafa iðkendur og þjálfarar lært margt af honum. Æfingarnar voru fróðlegar og hvetjandi.
Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Nánari upplýsingar um þetta verkefni er að finna á heimasíðunni https://www.beactive.is
Við þökkum þessum þjálfurum kærlega fyrir að gefa sér tíma til að koma í heimsókn til okkar og auðga hjá okkur starfið.