Haustmót yngri flokka verðlaunasæti í öllum flokkum

okt 21, 2023 | Fimleikar

Fimleikadeild Hattar sendi 37 iðkendur í 4.-6. bekk á Haustmót 1 helgina 18.-19. nóvember. Afturelding hélt flott mót sem fór fram í íþróttamiðstöð Varmá í Mosfellsbæ. Við gætum ekki verið stoltari af okkar iðkendum og óskum við öllum keppendum innilega til hamingju með árangurinn.

Stökkfimi yngri

Mynd af stökkfimiliði drengir fimleikadeildar Hattar á Haustmóti 2023

Hattarstrákar mættu á fyrsta stökkfimimót tímabilsins og stóðu sig afar vel. Fimm drengjalið tóku þátt á mótinu. Drengirnir sex lentu öll sín stökk á dýnu og sýndu mjög vandaðar gólfæfingar enda búnir að æfa þær stíft síðustu vikur. Þetta lið ljómaði af gleði alla keppnina. 

Niðurstöður mótsins:

1.sæti á gólfi
1.sæti á dýnu
1.sæti fyrir samanlagðan árangur

Drengir yngri hópfimleikar 

Mynd af lið drengja yngri fimleikadeildar Hattar á Haustmóti 2023

Sjö hattar strákar kepptu í flokki drengja yngri í hópfimleikum. Liðið lenti í 2.sæti af 6 liðum. Strákarnir áttu einstaklega flott trampolín og stóðu sig vel í gólfæfingunum sínum. Skemmtilegt verður að fylgjast með strákunum á næsta móti sem verður í febrúar.

Niðurstöður mótsins:

2. sæti á trampolíni

2. sæti á gólfi

2. sæti fyrir samanlagðan árangur

4. flokkur lið hópfimleikar

Í ár erum við lánsöm að vera með stóran 4. flokks hóp sem hægt var að skipta í tvö lið. Höttur X keppti snemma sunnudagsmorgun og Höttur Z um hádegið. Liðin áttu svo sannarlega skilið góða keppni enda búnar að æfa stíft á æfingum í haust. Bæði lið sýndu fallegar fimleikaæfingar. Smá stress, gleði og jákvæðni skilaði þessum flottu Hattar liðum 2 sæti og 18. sæti af 27 liðum. Liði X keppir í A-deild og lið Z í B-deild á næsta móti.

Höttur X

Mynd af 4. flokki X fimleikadeildar Hattar á Haustmóti 2023

Þeirra besti árangur var 2. sæti á dýnu með 12.930 stig 

2. sæti fyrir samanlagðan árangur

Höttur Z

Mynd af 4. flokki Z fimleikadeildar Hattar á Haustmóti 2023

Þeirra besti árangur var 13. sæti á trampólíni með 9.930 stig

18. sæti fyrir samanlagðan árangur

Myndir af mótinu

Hér er linur á myndir af mótinu

Pin It on Pinterest