Fræðsludagur

okt 29, 2023 | Fimleikar

Flest allir þjálfarar hjá fimleikadeild Hattar ásamt stjórnarfólki komu saman á fræðsludegi fimleikasambandsins í Haust. Þar voru hin ýmsu málefni tekin fyrir sem snerta starf þjálfarans og íþróttahreyfingarinnar. Fimleikadeildin gerir miklar kröfur um menntun til þjálfara sinnar og var gleðilegt að fylgjast með þátttöku og áhugasemi sem þjálfarar Hattar sýndu. 

Fimleikasambandið heldur fræðsludag á hverju ári. Í ár voru þrír fyrirlestar á dagskrá,

  • Hásinar og krossbönd með Stefán H. Stefánssyni,
  • Kvíði í fimleikum með Bergþóru Kristínu Ingvarsdóttur og
  • Átraskanir í íþróttum með Söndru Friðriksdóttur og Móeiði Pálsdóttur.

Pin It on Pinterest