Haustmót

nóv 28, 2023 | Fimleikar

Fimleikadeild Hattar sendi 3 lið á haustmót 2 helgina 25.-26. nóvember sem haldið var á Selfossi. Þetta var fyrsta mót tímabilsins hjá þessum iðkendum og stóðu þau sig gríðarlega vel. Iðkendur höfðu lagt mikið á sig í keppnisundirbúningi fyrir þetta mót sem skilaði þeim flottum árangri. Við erum stolt af okkar iðkendum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn

Stökkfimi eldri

Mynd af lið fimleikadeildar Hattar sem heppti í stökkfimi

8 hattarstúlkur kepptu saman í flokki stökkfimi eldri í hópfimleikum snemma á laugardeginum. 9 önnur lið mættu til keppni í þessum flokki.

1.sæti á gólfi með 14.665 stig

1.sæti á dýnu með 16.165 stig

1.sæti á trampolíni með 14.200 stig

1.sæti fyrir samanlagðan árangur með 45.030 stig

Næsta mót hjá þeim verður í byrjun febrúar

2.flokkur

9 stúlkur frá Hetti kepptu í 2.flokk á laugardeginum og sýndu vel vandaðar fimleikaæfingar. 9 lið mættu til keppni á þetta flotta fimleikamót. Lið Hattar endaði í 4. Sæti. Þær stóðu sig vel á öllum áhöldum. Næsta mót hjá þeim verður í byrjun febrúar.

3.flokkur

Eftir haustmót í 3.flokki er liðum skipt niður í deildir eftir einkunnum. 3.flokkur Hattar komst í A-deild en þær enduðu í 8. sæti af 18 liðum. Þær fengu háar framkvæmdareinkunnir á öllum áhöldum svo nú setja þær stefnuna á að hækka erfiðleikaeinkunn og fara næstu æfingar í að æfa og undirbúa ný og erfiðari stökk. Liðið samanstóð af 15 stúlkum í 6.-7.bekk

Þessi lið eiga öll mikið inni og verður spennandi að fylgjast með keppnistímabilinu þeirra.

Myndir af mótinu

Hér krækja á myndir af mótinu

Pin It on Pinterest