Yfirþjálfari á International Teamgym Conference í Svíþjóð

jan 15, 2024 | Fimleikar

Evrópska fimleikasambandið stóð fyrir hópfimleika ráðstefnu 5. – 7. janúar 2024 sem haldin var í Malmö Svíþjóð. Fimm pláss voru fyrir yfirþjálfara, dómara eða þjálfara 2.flokks eða hærra frá Íslandi. Ráðstefnan var með bæði verklega og fræðilega fundi og voru sérstaklega áhugaverðir fyrir þjálfara, dómara og stjórnendur.

Ráðstefnan var kjörið tækifæri til að auka þekkingu og fara yfir það nýjasta í hópfimleikum og um leið hafa áhrif á framtíðarstefnu íþróttarinnar. Við teljum okkur lánsöm að geta sent fulltrúa frá Hetti á þessa ráðstefnu. 

Díma einbeitti sér sérstaklega að þjálfunar hlutunum og að þáttum sem myndu nýtast vel inni í fimleikasal dagsdaglega:

  • Skoðaði stökk á dýnu með landsliðsþjálfara Bretlands í powertumbling. Mikey Barnes
  • Skoðaði Trampolín og stökk yfir hestinn með fyrrum landsliðsþjálfara og landsliðsmanni í hópfimleikum í Svíþjóð, Jacob Melin
  • Gólf æfingar með Anders Frisk, Master of fine arts


Pin It on Pinterest