Andrés Ívar og Ásgeir Máni í landsliðshóp

jan 20, 2024 | Fimleikar

Úrvalshópar fyrir árið 2024 hafa verið birtir. Landsliðsþjálfarar völdu Andrés Ívar í hóp fullorðna og Ásgeir Mána í U-18 hóp sem er fyrir iðkendur fædda 2007-2010. Evrópumótið (EM) verður haldið í Azerbaijan í október 2024. Bjartur Blær þjálfari hjá Hetti var einnig valinn í hóp, hann keppir nú með liði Stjörnunnar og er að gera aðdáunarverða fimleika í keppni með þeim.

Fimleikasambandið stefnir á að senda tvö A-landslið í fullorðins flokki til keppni, kvennalið og blandað lið. Þau stefna einnig á að senda tvö lið í U-18, stúlknalið og blandað lið. 

Þessir þrír drengir kepptu allir fyrir hönd Íslands á síðasta Evrópumóti sem haldið var í Lúxemborg 2022.

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með þetta flotta afrek!



Pin It on Pinterest