Fyrsta hópfimleikamót ársins var haldið helgina 3.-4. febrúar í Stjörnunni. Höttur sendi tvö lið til keppni, annað keppti í 2.flokk og hitt á mótaröð 2. Mótið var vel uppsett og mikið af stuðnings fólki í stúkunni.
Mótaröð 2
Í Hattar liðinu voru iðkendur á aldrinum 14-20 ára sem kepptu saman, 10 stúlkur og 2 drengir. Mótið var í mýkri lendingu og hugsað sem undirbúning fyrir bikarmót sem fer fram í lok febrúar. Liðið átti ekki sinn besta dag í stökkum en sýndu hins vegar fallegar gólfæfingar.
2. Flokkur

Níu stelpur á aldrinum 14-15 ára kepptu í 2.flokk snemma á sunnudegi. Liðið lenti í 2.sæti í 2.flokki A af 8 liðum. Þær áttu sérstaklega góðan dag á dýnu en þar lentu þær allar öll sín stökk án aðstoðar. Liðið var líka með eitt nýtt stökk á trampolíni, Emilía Rós sýndi tvöfalt heljarstökk með hálfum snúning. Hún er fyrst í sínu liði til að keppa með þetta stökk og óskum við henni til hamingju með það.