GK mót yngri flokka

feb 16, 2024 | Fimleikar

Fimleikadeild Hattar sendi um 50 iðkendur á GK mót yngri flokka helgina 9.-11. febrúar sem haldið var í Ármanni. Tvö stúlkna lið, tvö drengja lið, og eitt blandað lið. Höttur átti stórgott mót og skemmtileg helgi er að baki. Krakkarnir fara heim reynslunni ríkari og er markmiðið að æfa sig af fullum krafti fyrir komandi mót. Næsta mót hjá þeim verður helgina 3-5. maí.

5.flokkur hópfimleikar

5. flokkur
5. flokkur

Iðkendur í þessum flokki eru í 3. bekk og voru að fara á sitt fyrsta hópfimleikamót. Þrettán iðkendur mættu á mótið og stóðu þau sig frábærlega og voru til fyrirmyndar. Í 5.flokki fá öll þátttökuverðlaun og eru einkunnir ekki birtar til almennings. Við óskum keppendum til hamingju með frábært mót.

Yngri flokkur drengja (KKY) hópfimleikar

Yngri flokkur drengja (KKY) hópfimleikar
Yngri flokkur drengja (KKY) hópfimleikar

Sjö Hattar strákar kepptu í hópfimleikum í flokki drengja yngri. Drengirnir enduðu í 2.sæti af 4 liðum. Þeir sýndu sérstaklega góðar æfingar á gólfi og áttu heilt yfir gott mót.

Gólf 11.300 stig
Dýna 11.650 stig
Trampolín 10.930 stig

Stökkfimi drengir yngri

Stökkfimi drengir yngri
Stökkfimi drengir yngri

Fimm Hattar strákar kepptu í stökkfimi í flokki drengja yngri. Drengirnir fengu verðlaun fyrir 1.sæti á dýnu og 2. sæti fyrir samanlagðan árangur. 7 lið mættu til keppni í þessum flokki.

Gólf 9.500 stig
Dýna 13.500 stig
Trampolín 9.665 stig

4.flokkur X

4.flokkur X
4.flokkur X

4.flokkur X keppti í A-deild í hópfimleikum um helgina. Stúlkurnar enduðu í 4. sæti af 9 liðum. Þeirra besta áhald var trampólín.

Gólf 11.865 stig
Dýna 12.065 stig
Trampolín 11.965 stig

4.flokkur Z

4.flokkur Z
4.flokkur Z

4.flokkur Z keppti í B-deild í hópfimleikum um helgina. Stúlkurnar enduðu í 8. sæti af 9 liðum. Þeirra besta áhald var trampólín.

Gólf 7.400 stig
Dýna 8.530 stig
Trampolín 9.900 stig



Pin It on Pinterest