
Bikarmót eldri flokka fór fram núna um helgina 23. til 25 febrúar. Höttur sendi fjögur lið til keppni, eitt í stökkfimi eldri, eitt í 2.flokk og tvö í 3.flokki. Keppnishópar hjá fimleikadeildinni eru alltaf að stækka og er mjög gleðilegt að geta sent marga iðkendur á mót. Allir hópar frá Hetti sýndu flottar fimleikaæfingar um helgina. Eitthvað var nú samt um föll og önnur smávægileg mistök á dýnu og trampolíni en allir hópar sýndu mjög góðar gólfæfingar. Elsti keppnishópurinn okkar var í 2. sæti af 7 liðum og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn
Næstu hópfimleikamót hjá öllum flokkum verða í maí.