Norðurlandamót unglinga í hópfimleikum var haldið um helgina í Svíþjóð á mótinu voru fyrrum Hattariðkendur bæði sem keppendur og þjálfarar. Það er gaman er að fylgjast í fyrri iðkendum deildarinnar í sinni fimleikaiðkun.
Bjartur Blær þjálfari hjá fimleikadeild Hattar keppti á mótinu með blönduðu liði Stjörnunnar sem vann Norðurlandameistaratitilinn með öruggum hætti. Bjartur var einnig valinn í ALL STAR lið Norðurlandamótsins fyrir framúrskarandi æfingar á gólfi en það er heiður sem fáir upplifa. Kristinn Már bróðir Bjarts og fyrrum Hattarþjálfari og iðkandi er einn af þjálfurum liðsins.
Bjartur hefur alla tíð stundað fimleika af miklum krafti og er árangur hans í hópfimleikum aðdáunarverður. Núna æfir hann og þjálfar hjá fimleikadeild Hattar en fer reglulega suður í félagið sitt til að æfa með sínum æfingafélögum og þjálfurum. Mikil vinna og tími fer í þetta verkefni hjá honum og er óhætt að segja að hann sé heldur betur búin að vinna sér fyrir þessum titli með blóði, svita og tárum.
Við óskum Bjarti, Kristni, öðrum þjálfurum, félagi og fjölskyldum innilega til hamingju með þetta ótrúlega afrek.
Bóel Birna keppti einnig á mótinu með stúlknaliði Selfoss. Bóel flutti á Selfoss síðasta haust og hefur náð virkilega flottum árangri með liðinu þar. Liðið hennar er mjög öflugt og sýndu erfiðar og vel framkvæmdar fimleikaæfingar. Þau lentu í 6. sæti af 10 liðum og munaði aðeins 3.7 stigum á þeim og 1. sæti.
Við óskum Bóel Birnu, félagi og fjölskyldu innilega til hamingju með frábært stórmót og bíðum spennt eftir að fylgjast með áframhaldandi fimleika ferli hennar.
ÁFRAM ÍSLAND!