Þjálfaranámskeið 3A á Egilsstöðum

apr 16, 2024 | Fimleikar

Fimleikadeild Hattar fékk FSÍ þjálfaranámskeið 3A til Egilsstaða 14. apríl. Sjö þjálfarar sem starfa hjá fimleikadeildinni sóttu námskeiðið. Kristinn Þór Guðlaugsson mætti á svæðið og kenndi allskonar í tengingu við trampolín æfingar og æfingar á dýnu. Edda Dögg Ingibertsdóttir hélt fjarfund og fór yfir siðfræði og samskipti. Þjálfarar kláruðu líka bóklegt nám á netinu sem snéri að meðslum og forvörnum, keppnisundirbúningi, aflfræði og fleira. 

Ákveðið var að nýta tækifærið og bjóða iðkendum keppnishópa upp á æfingar með Kristni helgina 12.-14 apríl. Námskeiðið var afar skemmtilegt og vel sótt. Við þökkum Kidda innilega fyrir frábæra helgi.

Óhætt er að segja að námskeiðið hafi og muni nýtast bæði iðkendum og þjálfurum afar vel og er alltaf gleðilegt þegar að þjálfarar eru duglegir að mennta sig fyrir starfið okkar.

Pin It on Pinterest