Það var sannkölluð fimleikaveisla á Alcoa mótinu sem fram fór á Egilsstöðum mánudaginn 29. apríl þegar tæplega 300 fimleikaiðkendur á aldrinum 4-21 árs kepptu fyrir fullu húsi.
Iðkendur í keppnishópum nýttu mótið sem æfingu fyrir vormót og Íslandsmót í hópfimleikum. Yngstu iðkendur voru að stíga sín fyrstu skref í fimleikakeppni og kynntust greininni enn betur með því að fylgjast með eldri iðkendum stökkva. Yngri iðkendur fengu verðlaunapening fyrir þáttöku sína og eldri iðkendur fengu rós.
Bjartur Blær var heiðraður en hann vann norðurlandameistaratitil í hópfimleikum unglinga með Stjörnunni fyrr í mánuðinum en hann var einnig valinn í ALL STAR lið Norðurlandamótsins fyrir framúrskarandi æfingar á gólfi en það er heiður sem fáir upplifa.
Iðkendur og foreldrar í elstu keppnishópum voru með sjoppu og happdrætti sem fjáröflun en hópurinn fer í æfingaferð til Svíþjóðar í júní 2024.
Stúkan var stútfull og viljum við þakka áhorfendum fyrir komuna Alcoa kærlega fyrir stuðninginn.
Hægt er að sjá myndbönd af mótinu á Facebook síðu Alcoa og Facebook síðu fimleikadeildar Hattar