Vormót eldri flokka fór fram helgina 10.-12. maí á Akranesi. Höttur var með tvö lið á mótinu, annað í 2.flokk og hitt í stökkfimi eldri.
Undirbúningur fyrir mót hefur gengið vel og var spenningur að sýna nokkur ný stökk í keppni. Stelpurnar hafa lagt mikla vinnu í dansæfingarnar upp á síðkastið og fimleikadeildin fengið nokkra gesta þjálfara til að koma og kíkja á æfingar. Bryndís Björt, Herdís Ýr og Auðbjörg Ýr komu á æfingar og kenndu stelpunum ýmislegt. Það var góður liðsandi hjá iðkendum og þjálfurum.
Að venju var farastjórn í höndum foreldra og fór Sandra Valdimarsdóttir með hópnum suður í þetta skiptið. Við þökkum henni kærlega fyrir sín störf.
2.flokkur
Stúlkur í 2. flokk vöknuðu kl. 05:00 laugardagsmorgun í Reykjavík til að græja greiðslu í hár og sinna þeim undirbúning sem þarf til að vera klár á hópfimleikamót. Stuttu seinna lögðu þær af stað á Akranes þar sem að keppnin var haldin. Þegar komið var á mótstað hófst almenn upphitun ásamt upphitun á öllum keppnisáhöldum. Stemningin í hópnum var góð.
Liðið átti sex ný stökk í keppni frá því á síðasta móti. Þjálfarar voru ánægðir með framkvæmdar einkunn í gólfæfingum. Liðið náði 1. sæti á dýnu ásamt Gerplu 1 en enduðu í 6. sæti af 8 liðum fyrir samanlagðan árangur allra áhalda.
Gólf: 14.265 stig
Dýna: 14.565 stig
Trampett: 11.400 stig
Stökkfimi eldri
Aftur þurfti á fætur kl. 5:00 á sunnudagsmorgni til að græja sig áður en haldið var af stað á Akranes. Kvöldinu áður höfðu stelpurnar liðsfund og ræddu markmið fyrir daginn. Þær settu stefnuna á lendingarbónus á öðru hvoru stökk áhaldi. Lendingarbónus er gefið þegar að allir iðkendur lenda öll sín stökk án aðstoðar í öllum umferður.
Gólf: 15.930 stig
Dýna: 16.330 stig
Trampett: 14.000 stig
Í keppni áttu þær eitt fall í hverri umferð á trampolíni og náðu ekki lendingarbónu þar. Stelpurnar voru mjög sáttar með sínar umferðir enda margir persónulegir sigrar. Dansinn var mjög flottur og höfðu dómarar og þjálfarar lítið út á hann að setja. Síðasta áhalda mótsins var dýna, upphitun gekk eins og í sögu. Þær voru ákveðnar og með hausinn rétt skrúfaðan á fyrir loka tilraun til að ná lendingar markmiðinu. Stelpurnar sýndu frábærar æfingar á dýnu og náðu markmiði sínu. Eftir áhaldið var umræðan inni í klefa sú að við hefðum sjaldan gert svona góð rennsli á dýnu enda sjaldgæft að fá lendingarbónus.
Liðið endaði í 1. sæti á öllum áhöldum af sjö liðum.