Íslandsmót í hópfimleikum var haldið helgina 24.-26 maí sl. í Gróttu og var það síðasta mót tímabilsins. Höttur sendi fjögur lið suður, tvö í 3.flokk, eitt í 2.flokk og eitt í stökkfimi eldri. Iðkendur áttu að fljúga suður á föstudeginum en því miður var öllum flugum aflýst vegna veðurs. Stúlkurnar fengu flug suður morguninn eftir.
Fararstjórar í ferðinni voru Svava I Sveinbjörnsdóttir og Jana Janickova og þökkum við þeim kærlega fyrir sína vinnu.
3.flokkur Z
Z lið Hattar áttu að keppa í B-deild eldsnemma laugardagsmorgun en misstu af sínum hluta vegna veðurs. Þær fengu að keppa í hádeginu í A hluta í staðinn sem gestalið. Þó svo að þær hafi ekki fengið að keppa í sínum hluta fengu þær góða keppnisreynslu. Þeirra sterkasta áhald þann dag var trampolínið. Þar lentu þær öll sin stökk án aðstoðar þjálfara og fengu þannig lendingarbónus.
Gólf: 10.665 stig
Dýna: 8.200 stig
Trampett: 10.650 stig
3.flokkur X
X lið Hattar var mjög spennt að keppa á þessu móti en það voru einmitt þær sem að lentu í því að missa af sínu móti í febrúar vegna veðurs. Nú var komið að þeim að keppa. Þær byrjuðu mótið á að lenda öll sín stökk án aðstoðar á dýnu og fá þannig lendingarbónus. Gólfæfingar og trampolín æfingar voru aðeins að stríða liðinu en heilt yfir áttu þær afar flott mót og fengu flotta lokaeinkunn. Liðið endaði í 7.sæti.
Gólf: 14.430 stig
Dýna: 14.480 stig
Trampett: 11.200 stig
2.flokkur
Liðið byrjaði keppni á gólfæfingum og leit dansinn hrikalega vel út en þar voru þær með hæstu framkvæmdar einkunn allra liða. Liðið átti hins vegar ekki sinn besta dag á dýnu. Trampolín umferðar gengu eins og í sögu en því miður klikkuðu æfingar yfir hestinn sem varð til þess að lokaeinkunn áhaldsins var ekki eins há og var vonast eftir. Liðið endaði i 7. Sæti. Innilega til hamingju með flott trampolín og frábærar gólfæfingar.
Gólf: 15.100 stig
Dýna: 13.830 stig
Trampett: 11.200 stig
Stökkfimi eldri
Elsti keppnishópurinn okkar urðu Íslandsmeistarar í stökkfimi flokki eldri en þær væru í 1.sæti af 8 liðum. Þær fengu verðlaun fyrir 1.sæti á trampolíni, gólfi og fyrir samanlagðan árangur. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábært mót.
Gólf: 14.630 stig
Dýna: 15.100 stig
Trampett: 14.130 stig
Eftir verðlaunaafhendingu var hlaupið beint út í rútu og upp á flugvöll til að ná fluginu heim.