Ásgeir Máni hefur verið valinn í lokahóp fyrir Evrópumótið (EM) sem haldið verður í Azerbaijan í október 2024. Bjartur Blær, þjálfari hjá Hetti og Iðkandi í Stjörnunni, var einnig valinn í hóp. Þeir voru valdnir í U-18 hóp sem er fyrir iðkendur fædda 2007-2010. Ásgeir og Bjartur kepptu einnig með landsliðinu í Lúxemborg 2022. Við óskum þeim góðs gengis í verkefninu sem er framundan.
Ásgeir Máni er nýkominn til landsins eftir 10 mánaða dvöl í Danmörku. Þar stundaði hann nám við Vejstrup Eftereskole. Skólinn er fimleikaskóli fyrir 16 ára nemendur með nokkrar áherslulínur ásamt bóklegu námi. Ásgeir Máni stundaði þar hópfimleika og tók þátt í sýningum skólans út um alla Danmörku ásamt því að keppa fyrir hönd skólans. Á skólaárinu fór hann einnig í æfingaferð til Svíðþjóðar og skíðaferð til Noregs.
Hér má lesa nánar um landsliðshópa: https://fimleikasamband.is/blandad-lid-unglinga/