Núna um helgina fór fram haustmót eldri flokka en það er fyrsta fimleikamót tímabilsins. Mótið fór fram í Fjölni, laugardag og sunnudag. Fjögur lið frá Fimleikadeild Hattar fóru suður að keppa og stóðu þau sig öll prýðilega vel.
Laugardagurinn

Elsti keppnis flokkurinn okkar keppti saman í 1. flokki og meistaraflokk stökkfimi. Í ár samanstendur liðið af 10 stúlkum. Þær áttu gott mót og voru nokkur ný stökk í keppni. Þetta var langur keppnisdagur og mörg lið að keppa.
1. flokkur / meistaraflokkur
Gólf: 1. sæti með 15.165 stig
Dýna: 1. sæti með 15.959 stig
Trampólín: 2. sæti með 13.715 stig
Samanlagður árangur: 2. sæti með 44.839 stig
Sunnudagurinn

Stúlkur í 3. flokki vöknuðu eldsnemma til að keppa í stökkfimi. Stelpurnar stefndu á að keppa í hópfimleikum en breyting varð á skipulagi eftir að flug voru felld niður vegna veðurs. Í ár er 3. flokkurinn okkar fjölmennur og því þörf á að vera með tvö fimleika lið, lið X og lið Z. Níu önnur lið voru skráð til keppni.

Stúlkur í 2. flokki kepptu í hópfimleikum eftir hádegi á sunnudeginum og áttu þær frábært mót. Í liðinu eru 8 stúlkur. Tíu önnur lið voru skráð til keppnis í 2. flokki.
3. flokkur X
Gólf: 1. sæti með 9.465 stig
Dýna: 1. sæti með 13.865 stig
Trampólín: 1. sætir með 13.765 stig
Samanlagður árangur: 1. sæti með 37.095 stig
3.flokkur Z
Gólf: 10. sæti með 6.730 stig
Dýna: 3. sæti með 13.400 stig
Trampólín: 2. sæti með 12.365 stig
Samanlagður árangur: 6. sæti 32.495 stig
2.flokkur
Gólf: 4. sæti með 12.800 stig
Dýna: 2. sæti með 14.300 stig
Trampólín: 2. sæti með 13.165 stig
Samanlagður árangur: 3. sæti með 40.265 stig
Við óskum öllum iðkendum til hamingju með fyrsta mót tímabilsins