Um helgina fór fram fyrsta yngri flokka mót tímabilsins. Mótið var haldið á Selfossi og voru fjögur lið frá Fimleikadeild Hattar send til að keppni eða 41 iðkendur. Öll lið Hattar stóðu sig prýðilega á mótinu og græddu mikla keppnisreynslu.
Laugardagurinn
Í 4. flokki eru stúlkur í 4.-5. bekk og er sá flokkur mjög fjölmennur á Íslandi, en 31 lið mættu til keppni. Á haustmóti var ekki keppt til verðlauna heldur er liðinum skipt upp A-deild, B-deild og C-deild. Stúlkurnar voru til fyrirmyndar og sýndu flottar fimleikaæfingar.
4. flokkur X
Gólf: 10.800 stig
Dýna: 11.930 stig
Trampólín: 12.530 stig
Samanlagður árangur: 5. sæti með 35.260 stig

4. flokkur Z
Gólf: 7.180 stig
Dýna: 8.765 stig
Trampólín: 10.600 stig
Samanlagður árangur: 20. sæti með 26.545 stig

4.flokkur V
Gólf: 5.550 stig
Dýna: 7.365 stig
Trampólín: 7.730 stig
Samanlagður árangur: 28. sæti með 20.645 stig

Sunnudagurinn
Drengjahópurinn okkar keppti í flokki drengja eldri á sunnudeginu. Strákarnir áttu flottan keppnisdag og áttu sérstaklega góðan dag á dýnu en þar lenti liðið í 3. sæti.

KKE
Gólf: 5.465 stig
Dýna: 7.180 stig
Trampólín: 9.200 stig
Samanlagður árangur: 4. sæti með 21.845 stig
Við óskum öllum iðkendum til hamingju með fyrsta mót tímabilsins