Jólasýning 2024

des 16, 2024 | Fimleikar

Mynd af sýningu
Mynd af sýningunni

Fimleikadeild Hattar hélt sína árlegu jólasýningu laugardaginn 14. desember. Í ár tóku rúmlega 300 iðkendur þátt í sýningunni sem sýndi brot af töfrum jólanna. Þau voru jólasveinar, draumadísir, pakkaálfar, snjókarlar, snjókorn, jólaandi, jólatré, náttfatabörn og hreindýr. Sögusviðið var kvöldið fyrir jól þegar að börn og fullorðin eru komin í háttinn, jólaandi og gleði sveif fyrir vötnunum.

Deildin bauð upp á tvær sýningar, klukkan 11 og 13. Sýningarnar voru vel sóttar og þökkum við öllum kærlega fyrir komuna og stuðningin.

Fimleikadeildin okkar hefur blómstrað síðustu ár og samanstendur deildin nú af 24 þjálfurum, tæplega 400 iðkendum, stjórn deildarinnar og stórum hópi foreldra sem hafa tekið þátt í allskonar verkefnum fyrir hönd deildarinnar. Við þökkum þeim, ásamt sjálboðaliðum sem settu upp sýninguna með okkur, kærlega fyrir.

Gleðileg jól öllsömul!


Brot úr seinni sýningunni
Brot úr fyrri sýningunni

Pin It on Pinterest