Allir með
Á haustönn 2024 verða þrjár deildir með í Allir með verkefninu: Fimleikadeild, frjálsíþróttadeild og körfuknattleiksdeild. Vonandi bætist við amk. ein deild í viðbót í vor.
Verð á haustönn er 30.000 kr. Hægt er að nýta tómstundaframlag Múlaþings ef börn eru skráð með lögheimili í sveitarfélaginu. Skráning fer fram í gegnum Abler (áður Sportabler).
Skráning hefst: 16. ágúst 2024
Skráningu lýkur: 7. september 2024
Eftir að skráningu lýkur er ekki víst að hægt sé að bæta við sig íþrótt fyrr en skráð er aftur um áramót.
Mælst er til þess að foreldrar séu með Abler appið í símanum sínum til að hægt sé að fylgjast vel með æfingum og samskiptum við deildir. Það er mikilvægt að klára skráninguna og fara í gegnum skref 1 og 2.
Tengiliðir
Fyrirspurnir varðandi verkefnið almennt berast á hottur@hottur.is
Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi skráningar á reikningar@hottur.is
Tengiliðir deilda svara fyrirspurnum varðandi æfingar og þjálfun. Hægt er að hafa samband við þjálfara beint í gegnum Abler appið eða í tölvupósti.
- Fimleikadeild: Díma Írena Pálsdóttir – fimleikadeild.hottur@gmail.com
- Frjálsíþróttadeild: Freyr Ævarsson – freyraev@gmail.com
- Körfuknattleiksdeild: Viðar Örn Hafsteinsson – vidar@me.is
Hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra
- Skrá þarf í Abler ef barn mætir ekki á æfingu, það er gert á auðveldan hátt með því að merkja “Mætir” eða “Mætir ekki” við æfinguna.
- Nemendur Egilsstaðaskóla fá að borða sitt nesti í skólanum og fá svo fylgd í Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Þar tekur starfsfólk hússins við og börnin gera sig klár á æfingu. Mikilvægt er að börnin hafi með sér fljótlegt og einfalt nesti sem þau geta borðað án aðstoðar eða mikillar fyrirhafnar.
- Strætó fer frá Fellaskóla eftir að skóla lýkur og ekur beint í Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.
- Barn þarf að vera með viðeigandi búnað fyrir þá íþrótt sem það á að mæta í þann daginn.
- Foreldrar þurfa að vera dugleg að minna sín börn á það í hvaða íþrótt það á að fara eftir skóla. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrstu vikurnar þegar börnin eru að læra á skipulagið. Sniðugt er að hafa jafnvel litla stundatöflu í tösku barnsins til að hjálpa þeim.
- Ef foreldrar hafa tök á þá er frábært að koma og aðstoða krakkana fyrstu vikurnar.
- Ef börn hætta í íþrótt er mikilvægt að deild sé látin vita svo hægt sé að halda réttri skráningu.
- Ef börn eru með sértækar þarfir er brýnt að hafa samband við þjálfara vegna þess og eftir atvikum félagsþjónustu sveitarfélagsins ef þörf er á auknum stuðningi fyrir barnið.
Fróðleikur
Fræðslu- og upplýsingaefni um þjálfun barna
- Íþróttir barnsins vegna- Fræðslubæklingur frá ÍSÍ um íþróttir barna
- Hlustum á vísindin -yfirlýsing frá fræðasamfélaginu á Íslandi um þjálfun barna
- Hvers vegna er betra fyrir börn að æfa fleiri en eina grein.- Úrdráttur úr grein eftir Dr. Rob Bell, íþróttasálfræðing.
- Balance is better- Greinar, fræðslu- og kynningarefni á þjálfun barna
- Er sérhæfing skilyrði fyrir árangri? – Fyrirlestur Sveins Þorgeirssonar
Áhugaverð hljóðbrot úr ýmsum áttum um íþróttir barna
- Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR, ræðir um mikilvægi fjölbreytni fyrir börn.
- Dagný Brynjarsdóttir, landsliðs- og atvinnumaðurí knattspyrnu, um íþróttaæfingar sonar síns.
- Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og fyrrum leikmaður/þjálfari í efstu deild í knattspyrnu, ræðir um æfingar barna.
- Martin Hermannsson, landsliðs- og atvinnumaður í körfubolta, ræðir um íþróttir barna og hlutverk foreldra í íþróttum.
Allir með fréttir
Skráning hafin í Allir með á haustönn 2024
Skráning í verkefnið Allir með á haustönn 2024 hefst 16. ágúst kl.10:00. Öll skráning fer fram í gegnum Abler appið, áður Sportabler. Skráningu lýkur 7. september. Á haustönn 2024 verða þrjár deildir í Allir með verkefninu: Fimleikadeild,...
Skráningar í Allir með 1-2bekkur vorönn 2024
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Allir með á vorönn 2024 fyrir 1-2 bekk.Sama æfingatafla gildir áfram, en breytt snið verður á æfingum hjá frjálsum vegna óviðráðanlegra aðstæðna hjá þjálfurum þar þessa önn. Frjálsar verða í tveimur tímabilum, annars vegar 7 vikur...
Skráningar í Allir með 1-2bekkur
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Allir með á haustönn 2023 fyrir 1-2 bekk.Sama snið verður á þessu og var á síðasta ári. Skráningar fara fram í gegnum vefverslun Sportabler.Sú leiðinlega staða kom upp að sundið dettur út og verður ekki núna í haust. Það er von...
Allir með – Skráningar á vorönn
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Sportabler á vorönn Allir með. Æfingataflan er sú sama og var á haustönn. Athugið, ekki er boðið upp á "prufuvikur" líkt og var í haust. Æfingar fylgja skóladagatali og hefjast 4.janúar. Vekjum athygli á því að börn sem ekki voru...
Allir með- Skráningar á haustönn
Nú er síðari prufuvikunni að ljúka og því hefur verið opnað fyrir skráningar á haustönn í Allir með fyrir 1-2 bekk. Skráningarnar gilda fram að áramótum en þá verður möguleiki á að skipta um greinar. Við vonum að þetta sé nokkuð skýrt inn á Sportabler, en ef einhver...
Allir með skráning í sportabler
Opnað hefur verið fyrir skráningar í fyrstu tvær vikur Allir með, þar sem börnum gefst kostur á að skrá sig á 1 æfingu til reynslu, í hverri grein, yfir tveggja vikna tímabil. Að loknum prufutíma verður svo opnað fyrir skráningar fyrir haustönn þar sem iðkendur skrá...
Yfirlýsing frá Aðalstjórn Hattar vegna Allir með
Í kjölfar umræðu í samfélaginu þá hefur stjórn yngri flokka knattspyrnudeildar Hattar ákveðið að draga sig út úr verkefninu Allir með, að svo komnu. Þessi ákvörðun er tekin eftir gott samtal um málið innan Aðalstjórnar Hattar og gert í fullu samráði við allar deildir....
Yfirlýsing frá aðalstjórn Hattar vegna Allir með
Vegna Allir með Af gefnu tilefni, í ljósi umræðu í samfélaginu okkar, þá vill Aðalstjórn Hattar koma því á framfæri að vinna er í gangi við að vinna úr þeirri umræðu. Aðalstjórn ítrekar vilja sinn til að leiða þetta mál áfram með hagsmuni félagsins að...