Fimleikar
Daglegt starf
Fimleikadeild Hattar bíður upp á hópfimleika. Starfið er blómlegt með 24 þjálfurum og 385 iðkendum sem eru frá 2 ára aldri. Áhersla er lögð á að fimleikar eru fyrir öll og boðið er upp á hópa bæði fyrir iðkendur í keppni og fyrir þau sem kjósa fimleika sem hreyfingu.
Æfingatöflu deildarinnar er að finna hjá æfingatöflum allra deilda en forsjáraðilar sjá æfingar barna sinni í Sportabler eftir skráningu.
Á þessu tímabili verður ekki yfirþjálfari líkt og síðustu ár heldur teymi sem sér um daglegt starf deildarinnar. Teymið kallast verkefnastjórar, í því eru Díma, Katrín, Lísbet og Tara.
Fyrirspurnir um starf deildarinnar og vegna einstaka iðkenda skal beina eftir atvikum til Önnu Dísar eða verkefnastjóra.
Starfskona: Anna Dís Jónsdóttir fimleikar.hottur@gmail.com
Verkefnastjórar: netfang fimleikadeild.hottur@gmail.com
Stjórn
Forman: Ásta Dís Helgadóttir, fimleikar@hottur.is
Gjaldkeri: Hrafnhildur Unnarsdóttir, gjaldkeri.fimleikar.hottur@gmail.com
Meðstjórnendur: Agla Þorsteinsdóttir, Hrafnhildur Magnadóttir og Soffía Björg Sveinsdóttir
Punktar fyrir foreldra
- Láta vita af forföllum tímalega í Abler.
- Ef þið viljið að barnið ykkar hafi Abler appið þurfið þið að biðja um kóðann fyrir ykkar flokk til að setja það upp.
- Passa að börnin ykkar taki með sér íþróttafatnað og gott að þau koma einnig með vatnsbrúsa.
- Passa að iðkendur séu vel nærð fyrir æfingar.
- Almennt getum við ekki boðið foreldrum/forsjáraðilum uppá að horfa á æfingar í fimleikahúsinu, þar sem áhorfendasvæðið er stundum í notkun þegar æfingar eru. Engu að síður er opið fyrir að foreldrar biðji um að fá að vera viðstödd æfingar ef tilefni er til og einnig geta hópstjórar beðið foreldra að koma og fylgjast með ef þarf.
- Hvetjum foreldra til að hafa samband ef eitthvað er.
Um gjöld
Gjöld er hægt að að sjá á skráningarsíðu deildarinnar þegar opið er fyrir skráningu.
Systkynaafsláttur ef veittur af æfingargjöldum fyrir iðkendur í 3 bekk og eldri, afsláttur er ekki gefin af fyrsta barni. Ekki er gefin afsláttur af námskeiðum. Afsláttur 10% er reiknaður sem vegið meðaltal af síðustu og núverandi kaupum án aflsáttar. Sem dæmi:
Afsláttur við Kaup1 = 0
Afsláttur við Kaup2 = (Kaup1 án afsláttar + Kaup2 ánafsláttar) / 2 * afsláttarprósenta.
Afsláttur við Kaup3 = (Kaup 2 án afsláttar + Kaup3 án afsláttar) / 2 * afsláttarprósenta.
Afsláttur við Kaup4 = (Kaup 3 án afsláttar + Kaup4 án afsláttar) / 2 * afsláttarprósenta.
Um krílahóp
Krílahópur er fyrir öll börn á aldrinum 2-5 ára. Þessar æfingar eru fyrir þau sem vilja stunda hreyfingu í skipulögðu starfi. Í tímanum er farið í upphitun, leiki, teygjur og fjölbreyttar þrautabrautir. Börnin fá að kynnast öllum áhöldum sem eru notuð inn í hópfimleikasal og eru þessir tímar frábær grunnur fyrir allar íþróttir. Tímarnir eru einu sinni í viku 13 vikur á haustönn og 15 vikur á vorönn.
Áhersla er lögð á að:
- Auka hreyfiþroska barna
- Byggja góðan grunn fyrir áframhaldandi þátttöku í íþróttum
- Tengja hreyfingu við gleði
- Æfa að fylgja fyrirmælum
- Leysa áskoranir í öruggu og krefjandi umhverfi
Um áhugahópa
Áhugahópur er fyrir þau sem vilja æfa fimleika en ekki keppa. Hóparnir henta fyrir krakka sem vilja æfa minna en keppnishópar, þessir hópar sleppa keppnisundirbúningi og eru æfingar því styttri. Það er í boði að velja hvort æft sé 1x eða 2x í viku. Sérstök áhersla er lögð á grunnæfingar í fimleikum ásamt fjölbreyttum æfingum á stökkdýnum og trampólínum. Ólíkt keppnishópum fara þessir hópar ekki á sér gólfæfingu. Áhugahópar taka þátt í sýningu Fimleikadeildar Hattar. Reynsla í fimleikum er ekki nauðsynleg, við tökum vel á móti byrjendum.
Áhersla er lögð á að:
- Bæta færni í fimleikum
- Æfa að vera þátttakandi í hóp
- Auka vöðvastyrk, þol og liðleika
- Æfa góða hegðun og sjálfsaga
- Bæta samhæfingu
Um keppnishópa
Keppnishópur er fyrir þau sem hafa áhuga á að keppa í hópfimleikum. Í hópfimleikum er keppt í æfingum á gólfi, dýnu og trampólíni. Þessir hópar eru með sér gólfæfingu (dans) 1x í viku.
Æfingar eru skipulagðar í kringum keppnisreglur. Krafa er gerð um að iðkendur mæti á öll mót vetrarins og æfi á öllum æfingum sem eru í æfingaráætlun hópsins. Í yngri flokkunum (5. og 4. flokki og drengjahópnum) er markmiðið að öll börn fá að gera í einhverjum umferðum á mótum. Eftir því sem iðkendur verða eldri eru fjöldatakmarkanir í umferðum strangari og því er raðað í umferðir eftir getu.
Keppnishópar taka þátt í sýningu Fimleikadeildar Hattar.
Áhersla er lögð á að:
- Æfa og undirbúa nýjar og erfiðari fimleikaæfingar
- Undirbúa iðkendur fyrir keppni
- Æfa að vera þátttakandi í hóp
- Auka vöðvastyrk, þol og liðleika
- Æfa góða hegðun og sjálfsaga
- Bæta samhæfingu
Um flokkana:
- Drengir keppnishópur er fyrir 4.-7. bekk. Ekki gerð krafa um grunn í fimleikum
- 5.flokkur blandaður hópur iðkenda í 3. bekk. Ekki er gerð krafa um grunn í fimleikum
- 4.flokkur stúlkur í 4.-5. bekk. Ekki er gerð krafa um grunn í fimleikum
- 3.flokkur stúlkur í 6.-7. bekk. Grunnur í fimleikum nauðsynlegur
- 2.flokkur stúlkur í 8.-9. bekk. Grunnur í fimleikum nauðsynlegur
- 1. flokkur og meistaraflokkur, 10 bekkur og eldri. Grunnur í fimleikum nauðsynlegur
Reglur fyrir Krílahóp
- Í krílahóp 1 og 2 mætir einn fullorðin einstaklingur með barninu og fylgir því í gegnum æfinguna. Aðstoðar eftir þörfum og eftir fremsta megni heldur því á réttri leið.
- Krílahópur 3 og 4 eru ekki í fylgd fullorðinna á æfingunni. Á meðan æfingu stendur er mikilvægt að foreldrar séu sem stuðningur sé þess þörf en passa þarf að trufla ekki æfinguna. Ekki er krafa á að foreldrar séu í húsi meðan æfing stendur.
- Önnur börn en þau sem eru skráð á viðkomandi æfingu eiga ekki að vera á æfingarsvæðinu.
- Matur og aðrir drykkir en vatn eru ekki leyfðir inni í sal.
- Mætið tímalega og látið vita af forföllum í Sportabler.
- Iðkendur eiga að vera í viðeigandi íþróttafatnaði sem er ekki of víður og gæti flækst fyrir þeim og þjálfurum.
- Taka hár frá andliti, þannig að ekki sé nein hætta að það flækist í áhöldum.
- Bera virðingu fyrir öðrum iðkendum, þjálfurum og starfsfólki íþróttamiðstöðvarinnar.
- Fara eftir fyrirmælum þjálfara.
Reglur fyrir iðkendur
- Vera stundvís á æfingar ekki má mæta í fimleikahúsið meira 15. mín fyrir æfingu.
- Iðkendur skulu ávalt mæta í íþróttafötum á æfingu, best er að vera í fimleikabol. Ekki má mæta í víðum fötum á æfingu, né vera með bert á milli.
- Hárið skal alltaf hafa greitt frá andliti – ekki nóg að setja hluta af hárinu í teygju.
- Iðkendur bíða inni í klefa þar til þjálfari sækir hópinn. Að undanskildum 1 flokki og MFL. Þau mega vera inni í sal ef þau eru að rúllla og teygja.
- Mæta ekki með verðmæti á æfingar.
- Símar eru ekki leyfilegir á æfingum.
- Berum virðingu fyrir öðrum iðkendum, þjálfurum og starfsfólki íþróttamiðstöðvar.
- Förum eftir fyrirmælum þjálfara.
- Vatn er eini leyfilegi drykkurinn inni í fimleikasal – mælum með því að öll hafi vatnsbrúsa með sér á æfingu.
Reglur um keppnisferðir
- Keppendur, fararstjórar, þjálfarar og dómarar skulu ávallt vera til fyrirmyndar um alla framkomu í ferðum á vegum fimleikadeildar Hattar. Sýna hæversku og reglusemi á leikvangi jafnt innan vallar sem utan. Á ferðalagi sameinast allir í að vinna að velferð hópsins, góðri ímynd, liðsheild og velgengni. Alvarleg agabrot leiða til ferðabanns eftir nánari ákvörðun stjórnar fimleikadeildar Hattar. Alvarleg agabrot er t.d. að fara út af gististað án samþykkis fararstjóra/þjálfara, fá gesti á gististað að næturlagi, nota áfengi, nikótín og önnur vímuefni á meðan á keppnisferð stendur ásamt, að fara ekki eftir fyrirmælum fararstjóra með mætingu inn á gististað að kvöldi ásamt fleiru.
- Fararstjóri fer með æðsta vald og ábyrgð meðan á ferð stendur og er ábyrgur gagnvart stjórn fimleikadeildar Hattar. Hann kemur fram fyrir hönd hópsins og stjórn fimleikadeildarinnar.
- Fararstjóri fylgist með undirbúningi keppnisferðar í samráði við framkvæmdarstjóra og yfirþjálfara, fer yfir skipulag með viðkomandi aðilum og undirbýr hollan matseðil fyrir helgina.
- Fararstjóri sér um keppendur allan tímann nema á keppnisstað, þar sjá þjálfarar um keppendur. Fararstjóri er á áhorfendasvæði á meðan og er til taks ef þjálfarar óska eftir aðstoð.
- Fararstjóra er heimilt að senda heim þátttakendur og/eða fylgdarmenn á þeirra kostnað ef þeir hafa, að hans mati, brotið verulega gegn reglum þessum. Ef þáttakandi er sendur heim á meðan á keppnisferð stendur þarf stjórn fimleikadeildar Hattar að fá upplýsingar um agabrotið.
- Stjórn Fimleikadeild Hattar hefur lokaákvörðun í öllum málum sem koma upp í keppnisferðum eftir að ferð lýkur.
- Stjórn fimleikadeildar Hattar getur óskað eftir að fararstjóri og þjálfari skili ferðaskýrslu eftir að keppnisferð lýkur.
- Keppendur:
- Keppendur skulu ávallt sýna íþróttamannslega framkomu jafnt utan sem innan keppnisstaðar.
- Keppendur skulu lúta þeim reglum sem farastjórn og þjálfarar setja enda tengjast þær því að skapa góða ímynd, ná árangri og efla liðsheild.
- Keppendur bera ábyrgð fyrir sitt leiti að keppnisbúningar og keppnisföt séu í lagi og komi með þau á mótsstað.
- Keppendur geta aldrei yfirgefið mótsstað eða hótel/gististað án leyfis þjálfara og fararstjóra.
- Keppendur eiga alltaf að fylgja hóp á skipulögðum viðburðum á meðan keppnisferð stendur eins og borða saman (á við um morgunmat og aðra máltíðar), mæta á réttum tíma þegar farið er af stað.
- Ró á að vera komin á og allir í sínum herbergjum frá kl 22, nema fararstjóri ákveði annað.
- Keppendur bera ábyrgð á því að borða hollan og góðan mat, sleppa sælgæti og orkudrykkum á meðan á ferð stendur.
Leiðbeiningar fyrir fararstjóra
Keppendur, fararstjórar, þjálfarar og dómarar skulu ávallt vera til fyrirmyndar um alla framkomu í ferðum á vegum fimleikadeildar Hattar. Sýna hæversku og reglusemi á leikvangi jafnt innan keppnissvæðis sem utan. Á ferðalagi sameinast öll í að vinna að velferð hópsins, góðri ímynd, liðsheild og velgengni. Alvarleg agabrot leiða til ferðabanns eftir nánari ákvörðun stjórnar fimleikadeildar Hattar. Alvarleg agabrot er t.d. að fara út af gististað án samþykkis fararstjóra/þjálfara, fá gesti á gististað að næturlagi, nota áfengi, nikótín og önnur vímuefni á meðan á keppnisferð stendur ásamt, að fara ekki eftir fyrirmælum fararstjóra með mætingu inn á gististað að kvöldi ásamt fleiru.
Fararstjóri fer með æðsta vald og ábyrgð meðan á ferð stendur og er ábyrgur gagnvart stjórn fimleikadeildar Hattar. Hann kemur fram fyrir hönd hópsins og stjórn fimleikadeildarinnar.
Fararstjóri fylgist með undirbúningi keppnisferðar í samráði við framkvæmdarstjóra og verkefnastjóra, fer yfir skipulag með viðkomandi aðilum og undirbýr hollan matseðil fyrir helgina.
Fararstjóri sér um keppendur allan tímann nema á keppnisstað, þar sjá þjálfarar um keppendur. Fararstjóri er á áhorfendasvæði á meðan og er til taks ef þjálfarar óska eftir aðstoð.
Fararstjóra er heimilt að senda heim þátttakendur og/eða fylgdarmenn á þeirra kostnað ef þeir hafa, að hans mati, brotið verulega gegn reglum þessum. Ef þáttakandi er sendur heim á meðan á keppnisferð stendur þarf stjórn fimleikadeildar Hattar að fá upplýsingar um agabrotið.
Ekki má stofna til kostnaðar á mótshelgi umfram það sem greitt hefur verið af foreldrum án samþykkis þeirra. Dæmi um slíkt er afþreying sem ekki er skipulögðu og rukkuð áður en ferðin er farin. Annað dæmi um þetta er þegar farið er í verslunarmiðstöðvar, það eru ekki allar fjölskyldur sem hafa efni á að bæta slíkum kostnaði við þegar dýra ferð.
Fararstjórar fá uppgefið hvað má kosta til í mat og afþreyingu áður en ferðin hefst af þeim sem sér um skipulag ferðarinnar. Þar verður farið yfir hvernig aðstaða er á gististað og hvort hægt verði að elda eða hvort velja þurfi góðan stað til að borða á saman.
Ekki vanmeta gildi þess að gera ekkert. Oft er að leyfa hópnum að hafa tíma saman án afþreyingar það besta sem hægt er að gera. Taka göngutúra og skoða umhverfið. Mælum með að mæta á fimleikakeppni hjá öðrum Hattarliðum, sér í lagi þegar gist er við keppnis staðinn.
Keppendur eiga alltaf að fylgja hóp á skipulögðum viðburðum á meðan keppnisferð stendur eins og borða saman (á við um morgunmat og aðra máltíðar), mæta á réttum tíma þegar farið er af stað. Foreldrar eru beðnir um að ræða við fararstjóra áður en ferð hefst ef taka þarf keppendur úr hóp.
Ró á að vera komin á og allir í sínum herbergjum frá kl 22, nema fararstjóri ákveði annað. Passa þarf að keppendur fái nægan svefn.
Keppendur, fararstjórar og þjálfarar bera ábyrgð á því að borða hollan og góðan mat, sleppa sælgæti og orkudrykkjum á meðan á ferð stendur.
Fimleika Fréttir
Alcoa mótið í fimleikum
Það var sannkölluð fimleikaveisla á Alcoa mótinu sem fram fór á Egilsstöðum mánudaginn 29. apríl þegar tæplega 300 fimleikaiðkendur á aldrinum 4-21 árs kepptu fyrir fullu húsi. Iðkendur í keppnishópum nýttu mótið sem æfingu fyrir vormót og Íslandsmót í hópfimleikum....
Bjartur og Bóel á Norðurlandamóti
Norðurlandamót unglinga í hópfimleikum var haldið um helgina í Svíþjóð á mótinu voru fyrrum Hattariðkendur bæði sem keppendur og þjálfarar. Það er gaman er að fylgjast í fyrri iðkendum deildarinnar í sinni fimleikaiðkun. Bjartur Blær þjálfari hjá fimleikadeild Hattar...
Þjálfaranámskeið 3A á Egilsstöðum
Fimleikadeild Hattar fékk FSÍ þjálfaranámskeið 3A til Egilsstaða 14. apríl. Sjö þjálfarar sem starfa hjá fimleikadeildinni sóttu námskeiðið. Kristinn Þór Guðlaugsson mætti á svæðið og kenndi allskonar í tengingu við trampolín æfingar og æfingar á dýnu. Edda Dögg...
Bikarmót eldri flokka
Bikarmót eldri flokka fór fram núna um helgina 23. til 25 febrúar. Höttur sendi fjögur lið til keppni, eitt í stökkfimi eldri, eitt í 2.flokk og tvö í 3.flokki. Keppnishópar hjá fimleikadeildinni eru alltaf að stækka og er mjög gleðilegt að geta sent marga iðkendur á...
GK mót yngri flokka
Fimleikadeild Hattar sendi um 50 iðkendur á GK mót yngri flokka helgina 9.-11. febrúar sem haldið var í Ármanni. Tvö stúlkna lið, tvö drengja lið, og eitt blandað lið. Höttur átti stórgott mót og skemmtileg helgi er að baki. Krakkarnir fara heim reynslunni ríkari og...
Þjálfaranámskeið 1A
Menntun og þjálfun þjálfara er mikilvægur hluti af starfi fimleikadeildarinnar til að geta á hverjum tíma verið með góða þjálfara við deildina. Fimleikasambandið í samvinnu við deildina og Auði Völu stóð fyrir Þjálfaranámskeiði 1A, sunnudaginn 11. febrúar sl....
GK mót
Fyrsta hópfimleikamót ársins var haldið helgina 3.-4. febrúar í Stjörnunni. Höttur sendi tvö lið til keppni, annað keppti í 2.flokk og hitt á mótaröð 2. Mótið var vel uppsett og mikið af stuðnings fólki í stúkunni. Mótaröð 2 Í Hattar liðinu voru iðkendur á...
Andrés Ívar og Ásgeir Máni í landsliðshóp
Úrvalshópar fyrir árið 2024 hafa verið birtir. Landsliðsþjálfarar völdu Andrés Ívar í hóp fullorðna og Ásgeir Mána í U-18 hóp sem er fyrir iðkendur fædda 2007-2010. Evrópumótið (EM) verður haldið í Azerbaijan í október 2024. Bjartur Blær þjálfari hjá Hetti var einnig...
Yfirþjálfari á International Teamgym Conference í Svíþjóð
Evrópska fimleikasambandið stóð fyrir hópfimleika ráðstefnu 5. – 7. janúar 2024 sem haldin var í Malmö Svíþjóð. Fimm pláss voru fyrir yfirþjálfara, dómara eða þjálfara 2.flokks eða hærra frá Íslandi. Ráðstefnan var með bæði verklega og fræðilega fundi og voru...
Katrín Anna Halldórsdóttir fimleikakona Hattar 2023
Við hjá fimleikadeild Hattar kynnum stolt fimleikakonu Hattar fyrir árið 2023 Katrínu Önnu Halldórsdóttur. Katrín er 20 ára fimleikakona sem hefur alla tíð æft með heimafélaginu sínu, Hetti. Hún er alltaf jákvæð og hvetjandi á æfingum og sýnir mikinn metnað til að ná...